Matthías: Þetta er alveg hundleiðinlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Matthías verður frá næstu vikurnar. Mynd/ikstart.no „Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
„Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira