Aðeins öðru vísi en sveitaböllin Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Friðrik Karlsson leikur á gítar með Kate Bush á 22 tónleikum í London. Vísir/GVA „Það er alltaf smá frumsýningarspenna en þetta var ótrúlega gaman og gekk rosalega vel. Þetta er það flottasta sem að ég hef komið nálægt og það fór ekkert úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson en hann leikur á gítar á tónleikaröð Kate Bush í London. Fyrstu tónleikarnir af 22 fóru fram á þriðjudagskvöldið og hafa þeir fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. „Ég hef aldrei æft svona mikið fyrir neitt enda er þetta rosalega stórt í sniðum, ætli það komi ekki um 60 manns að þessu sjói. Þetta er aðeins öðru vísi en sveitaböllin á Íslandi,“ segir Friðrik léttur í lundu. Á fyrstu tónleikunum var fjöldi þekktra einstaklinga í salnum og ber þar helst að nefna okkar íslensku Björk, Lily Allen og þá er einnig talið að Madonna, David Bowie og Elton John hafi verið á tónleikunum. „Ég sá að á þriðja bekk fyrir framan mig sat Dave Gilmour úr Pink Floyd, það var skemmtilegt,“ bætir Friðrik við.Kate Bush í góðum gír á tónleikunum.Vísir/APHann segir það frábært að vinna með Bush. „Hún valdi lagalistann, útsetur allt og er algjör heildarhönnuður á sjóinu. Hún er ótrúlega skapandi einstaklingur og mikill listamaður.“ Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Bush kemur fram. Í hljómsveitinni eru menn á heimsmælikvarða, en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. Í fjölmiðlum erlendis er sagt að Bush hafi ekki leikið lög af fyrstu fjórum plötum sínum og þar að leiðandi ekki leikið nokkra af sínum helstu slögurum. „Þetta eru þrískiptir tónleikar með ákveðið konsept og hún valdi lög sem voru í samræmi við konseptið.“ Tónlist Tengdar fréttir Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er alltaf smá frumsýningarspenna en þetta var ótrúlega gaman og gekk rosalega vel. Þetta er það flottasta sem að ég hef komið nálægt og það fór ekkert úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson en hann leikur á gítar á tónleikaröð Kate Bush í London. Fyrstu tónleikarnir af 22 fóru fram á þriðjudagskvöldið og hafa þeir fengið prýðisdóma í erlendum fjölmiðlum. „Ég hef aldrei æft svona mikið fyrir neitt enda er þetta rosalega stórt í sniðum, ætli það komi ekki um 60 manns að þessu sjói. Þetta er aðeins öðru vísi en sveitaböllin á Íslandi,“ segir Friðrik léttur í lundu. Á fyrstu tónleikunum var fjöldi þekktra einstaklinga í salnum og ber þar helst að nefna okkar íslensku Björk, Lily Allen og þá er einnig talið að Madonna, David Bowie og Elton John hafi verið á tónleikunum. „Ég sá að á þriðja bekk fyrir framan mig sat Dave Gilmour úr Pink Floyd, það var skemmtilegt,“ bætir Friðrik við.Kate Bush í góðum gír á tónleikunum.Vísir/APHann segir það frábært að vinna með Bush. „Hún valdi lagalistann, útsetur allt og er algjör heildarhönnuður á sjóinu. Hún er ótrúlega skapandi einstaklingur og mikill listamaður.“ Mikil aðsókn er að tónleikunum, 110.000 miðar seldust á einungis fimmtán mínútum en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem Bush kemur fram. Í hljómsveitinni eru menn á heimsmælikvarða, en á meðal þeirra eru trommuleikarinn Omar Hakim, sem trommaði meðal annars vinsælasta lag síðasta árs, Get Lucky með Daft Punk, og David Rhodes sem hefur í fjölda ára verið gítarleikari Peters Gabriel, ásamt fleiri reynsluboltum. Í fjölmiðlum erlendis er sagt að Bush hafi ekki leikið lög af fyrstu fjórum plötum sínum og þar að leiðandi ekki leikið nokkra af sínum helstu slögurum. „Þetta eru þrískiptir tónleikar með ákveðið konsept og hún valdi lög sem voru í samræmi við konseptið.“
Tónlist Tengdar fréttir Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Spilar með Kate Bush Gítarleikarinn Friðrik Karlsson, sem er nýfluttur heim, kemur fram á 22 tónleikum með Kate Bush í London. 110.000 miðar seldust á tónleikana á 15 mínútum. 12. apríl 2014 10:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp