Klippti saman Disney og klám Baldvin Þormóðsson skrifar 1. september 2014 11:30 Sveitina skipa Kristinn Þór Óskarsson, Daníel Jón Jónsson, Jón Rúnar Ingimarsson, Haukur Jóhannesson og Eyrún Engilbertsdóttir. vísir/anton „Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“ Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira