Björk bindur slaufu á Biophilia Freyr Bjarnason skrifar 6. september 2014 14:15 Tónlistarkonan heimsfræga er mjög ánægð með nýju heimildarmyndina sem verður sýnd í Bíó Paradís. „Af öllum plönum sem ég hef gert var þetta planið sem ég hafði minnsta stjórn á og ég gerði mér grein fyrir því strax því þetta byggðist á samstarfi,“ segir Björk Guðmundsdóttir, sem kveður nú Biophilia-verkefnið sitt eftir þriggja ára viðburðaríkt ferðalag. „Ég vissi að ég var að hugsa mjög stórt og mig væri að dreyma mjög stórt og vissi að ef einn fimmti af því rættist yrði ég glöð.“Virkni tónlistar í rými Áttunda hljóðversplata Bjarkar, Biophilia, kom út árið 2011 og í framhaldinu bjó hún til tíu mismunandi tölvuforrit fyrir tíu mismunandi lög, byggð á tíu mismunandi náttúruöflum. Þau voru gefin út sem öpp fyrir iPhone, iPad og síðar meir Android-stýrikerfið. Verkefnið teygði sig út til skóla, bæði í Reykjavík, New York, Manchester og Buenos Aires, þar sem Björk dvaldi í mánuð í senn, hélt tónleika og hafði yfirumsjón með verkefninu. Lokahnykkur þess er sýning heimildarmyndarinnar Björk: Biophilia Live víða um heim á næstu mánuðum. „Þegar ég fór af stað með Biophiliu þá var grunnurinn að því öllu snertiskjárinn. Þetta snerist alltaf um hvernig tónlist virkar í rými og hvernig hægt væri að ýkja það eins mikið og maður getur. Á tónleikaferðinni völdum við minni staði og spiluðum oft á sama stað. Við vorum með sviðið í miðjunni, pendúlinn, 24 stelpur að syngja í kór og svo var allt fólkið í kring. Við náðum að skrásetja það í myndinni sem hinn helminginn af þessu verkefni og það var rosalega mikilvægt fyrir mig. Ég er rosalega ánægð með að það tókst og um leið var hægt að binda slaufu á þetta verkefni,“ segir Björk glöð í bragði.Biophilia 203 Biophilia-verkefninu er því lokið af hennar hálfu, að minnsta kosti hvað tónlistina og tónleikaferðir varðar. Hún mun áfram tengjast því í gegnum norrænt samvinnuverkefni. Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og í tilefni þess óskuðu stjórnvöld eftir samstarfi á Norðurlöndunum um frekari þróun verkefnisins. „Næsta ár verður tilraunaverkefni í skólum í Skandinavíu. Núna búum við til Biophilia 203, sem er námsleið svo að venjulegur skólakennari geti sett hana inn í námsskrána hjá sér. Tónlistarnám ætti ekki að vera bóklegt. Það „meikar ekki sens“. Og að kenna eðlisfræði, það er svolítið erfitt að útskýra það fyrir krökkum í bók. Núna erum við að setja þetta aftur í bók og það er svolítil mótsögn í því en það verður spennandi að sjá hvernig við leysum þetta verkefni,“ segir hún.Ný plata tengd MoMa Björk ætlar ekki að ferðast um heiminn til að kynna heimildarmyndina, enda er hún „á bólakafi“ í nýrri plötu. „Svo er dóttir mín [Ísidóra] líka í skóla hérna á haustin og ég reyni alltaf að halda mig hér.“ Þegar hún er spurð nánar út í nýju plötuna verður fátt um svör. „Hún gengur bara rosalega vel. Ég veit að hún kemur pottþétt út á næsta ári en í raun og veru get ég ekki mikið talað um hana.“Verður þetta stórt verkefni í anda Biophilia eða „venjuleg“ plata? „Pirraði tónlistarkennarinn er búinn að fá útrás. Hún er mjög sátt, fitubollukennarinn einhvers staðar sem ropar. Þetta verður ekkert svoleiðis núna en meira kannski tengt MoMa. Sum lögin verða hluti af þeirri sýningu.“ MoMa er stytting á The Museum of Modern Art, eða Nýlistasafninu í New York. Á næsta ári heldur það sýninguna Björk þar sem ferli tónlistarkonunnar verða gerð góð skil. Björk og plötuútgáfa hennar, One Little Indian, gáfu safninu Biophilia-appið, sem var það fyrsta til að komast í eigu þess. „Mesti sigurinn við að MoMa tók það í varanlega vörslu er að þau eru skyldug til að uppfæra það. Það er rosa sigur að fá það í skrárnar hjá þeim sem framtíðarverk,“ segir hún.Dýrt að fljúga yfir eldgosið Björk er þekkt fyrir að vera mikið náttúrubarn og eldgos hafa komið við sögu í tónlist hennar og myndböndum. Spurð hvort hún hafi flogið yfir eldgosið í Holuhrauni segist hún hafa verið að spá í það en ekki enn látið verða af því. „Þetta er bara svo ógeðslega dýrt. Ég trúði því ekki hvað þetta kostaði. Á sama tíma er ég mjög ánægð með að það er alla vega minni séns á álverum á meðan þeir kunna að verðleggja náttúruna,“ segir hún og glottir.Dóttirin mikið náttúrubarn Af og til heyrist slúður af Björk og það nýjasta er að hún sé að flytja úr vesturbæ Reykjavíkur yfir í Þingholtin. Þetta segir hún ekki rétt. „Ég er mjög ánægð í Vesturbænum. Svo framarlega sem ég er nálægt Vesturbæjarlauginni þá er ég nokkuð góð.“ Hún vill ekki tjá sig um skilnað sinn við bandaríska listamanninn Matthew Barney en segist enn eyða hálfu árinu á Íslandi og hinum helmingnum í New York, eins og hún gerði áður en þau skildu. „Ég verð að vera hérna helminginn af tímanum. Mér hefur líka fundist það mikilvægt að krakkarnir mínir upplifi Ísland. Þau tala bæði íslensku og kunna líka íslensk jólalög. Dóttir mín er mjög mikið náttúrubarn. Það er búið að vera mjög gaman að fara með henni í göngur og réttir og fleira. Það tekur bara tíma að upplifa svoleiðis. Þú ferð ekki bara í sumarfrí og upplifir það.“Stjörnuljós með BonoÞá er það lokaspurningin. Þegar Bono kom til Íslands um áramótin, kom hann þá ekki í heimsókn til þín? „Ég held að hann hafi textað alla sem hann þekkir. Hann textaði mig og við hittumst í hálftíma með stjörnuljós. Hann er nú enginn stórvinur minn en við í Sykurmolunum hituðum upp fyrir U2 í gamla daga. Það er einn af uppáhaldstúrunum mínum, Sykurmolarnir, Public Enemy og U2,“ segir Björk dreymin en um leið tilbúin til að takast á við næstu verkefni á ferli sínum.Heimildarmynd í Bíói Paradís Heimildarmyndin Björk: Biophilia Live fer í almennar sýningar í Bíói Paradís í dag en Björk var viðstödd íslensku frumsýninguna í gær. Myndin fangar tónleikaferðina sem söngkonan fór til að kynna áttundu hljóðversplötu sína, Biophilia. Myndin verður sýnd á takmörkuðum fjölda tónlistarhátíða, listasafna, bókasafna og gallería víðs vegar um heim. Evrópufrumsýning myndarinnar var haldin nýlega í Tékklandi á Karlovy Vary-hátíðinni, þar sem bandaríska tímaritið Variety hældi myndinni og sagði m.a. að hún væri „grípandi heimild um listamann sem væri með fulla stjórn á eðlislægum kröftum sínum“. Á völdum sýningum verður heimildarmyndin When Björk Met Attenborough sýnd ásamt Björk: Biophilia Live, sem fjallar um samstarf söngkonunnar og sjónvarpsmannsins Davids Attenborough. Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Af öllum plönum sem ég hef gert var þetta planið sem ég hafði minnsta stjórn á og ég gerði mér grein fyrir því strax því þetta byggðist á samstarfi,“ segir Björk Guðmundsdóttir, sem kveður nú Biophilia-verkefnið sitt eftir þriggja ára viðburðaríkt ferðalag. „Ég vissi að ég var að hugsa mjög stórt og mig væri að dreyma mjög stórt og vissi að ef einn fimmti af því rættist yrði ég glöð.“Virkni tónlistar í rými Áttunda hljóðversplata Bjarkar, Biophilia, kom út árið 2011 og í framhaldinu bjó hún til tíu mismunandi tölvuforrit fyrir tíu mismunandi lög, byggð á tíu mismunandi náttúruöflum. Þau voru gefin út sem öpp fyrir iPhone, iPad og síðar meir Android-stýrikerfið. Verkefnið teygði sig út til skóla, bæði í Reykjavík, New York, Manchester og Buenos Aires, þar sem Björk dvaldi í mánuð í senn, hélt tónleika og hafði yfirumsjón með verkefninu. Lokahnykkur þess er sýning heimildarmyndarinnar Björk: Biophilia Live víða um heim á næstu mánuðum. „Þegar ég fór af stað með Biophiliu þá var grunnurinn að því öllu snertiskjárinn. Þetta snerist alltaf um hvernig tónlist virkar í rými og hvernig hægt væri að ýkja það eins mikið og maður getur. Á tónleikaferðinni völdum við minni staði og spiluðum oft á sama stað. Við vorum með sviðið í miðjunni, pendúlinn, 24 stelpur að syngja í kór og svo var allt fólkið í kring. Við náðum að skrásetja það í myndinni sem hinn helminginn af þessu verkefni og það var rosalega mikilvægt fyrir mig. Ég er rosalega ánægð með að það tókst og um leið var hægt að binda slaufu á þetta verkefni,“ segir Björk glöð í bragði.Biophilia 203 Biophilia-verkefninu er því lokið af hennar hálfu, að minnsta kosti hvað tónlistina og tónleikaferðir varðar. Hún mun áfram tengjast því í gegnum norrænt samvinnuverkefni. Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og í tilefni þess óskuðu stjórnvöld eftir samstarfi á Norðurlöndunum um frekari þróun verkefnisins. „Næsta ár verður tilraunaverkefni í skólum í Skandinavíu. Núna búum við til Biophilia 203, sem er námsleið svo að venjulegur skólakennari geti sett hana inn í námsskrána hjá sér. Tónlistarnám ætti ekki að vera bóklegt. Það „meikar ekki sens“. Og að kenna eðlisfræði, það er svolítið erfitt að útskýra það fyrir krökkum í bók. Núna erum við að setja þetta aftur í bók og það er svolítil mótsögn í því en það verður spennandi að sjá hvernig við leysum þetta verkefni,“ segir hún.Ný plata tengd MoMa Björk ætlar ekki að ferðast um heiminn til að kynna heimildarmyndina, enda er hún „á bólakafi“ í nýrri plötu. „Svo er dóttir mín [Ísidóra] líka í skóla hérna á haustin og ég reyni alltaf að halda mig hér.“ Þegar hún er spurð nánar út í nýju plötuna verður fátt um svör. „Hún gengur bara rosalega vel. Ég veit að hún kemur pottþétt út á næsta ári en í raun og veru get ég ekki mikið talað um hana.“Verður þetta stórt verkefni í anda Biophilia eða „venjuleg“ plata? „Pirraði tónlistarkennarinn er búinn að fá útrás. Hún er mjög sátt, fitubollukennarinn einhvers staðar sem ropar. Þetta verður ekkert svoleiðis núna en meira kannski tengt MoMa. Sum lögin verða hluti af þeirri sýningu.“ MoMa er stytting á The Museum of Modern Art, eða Nýlistasafninu í New York. Á næsta ári heldur það sýninguna Björk þar sem ferli tónlistarkonunnar verða gerð góð skil. Björk og plötuútgáfa hennar, One Little Indian, gáfu safninu Biophilia-appið, sem var það fyrsta til að komast í eigu þess. „Mesti sigurinn við að MoMa tók það í varanlega vörslu er að þau eru skyldug til að uppfæra það. Það er rosa sigur að fá það í skrárnar hjá þeim sem framtíðarverk,“ segir hún.Dýrt að fljúga yfir eldgosið Björk er þekkt fyrir að vera mikið náttúrubarn og eldgos hafa komið við sögu í tónlist hennar og myndböndum. Spurð hvort hún hafi flogið yfir eldgosið í Holuhrauni segist hún hafa verið að spá í það en ekki enn látið verða af því. „Þetta er bara svo ógeðslega dýrt. Ég trúði því ekki hvað þetta kostaði. Á sama tíma er ég mjög ánægð með að það er alla vega minni séns á álverum á meðan þeir kunna að verðleggja náttúruna,“ segir hún og glottir.Dóttirin mikið náttúrubarn Af og til heyrist slúður af Björk og það nýjasta er að hún sé að flytja úr vesturbæ Reykjavíkur yfir í Þingholtin. Þetta segir hún ekki rétt. „Ég er mjög ánægð í Vesturbænum. Svo framarlega sem ég er nálægt Vesturbæjarlauginni þá er ég nokkuð góð.“ Hún vill ekki tjá sig um skilnað sinn við bandaríska listamanninn Matthew Barney en segist enn eyða hálfu árinu á Íslandi og hinum helmingnum í New York, eins og hún gerði áður en þau skildu. „Ég verð að vera hérna helminginn af tímanum. Mér hefur líka fundist það mikilvægt að krakkarnir mínir upplifi Ísland. Þau tala bæði íslensku og kunna líka íslensk jólalög. Dóttir mín er mjög mikið náttúrubarn. Það er búið að vera mjög gaman að fara með henni í göngur og réttir og fleira. Það tekur bara tíma að upplifa svoleiðis. Þú ferð ekki bara í sumarfrí og upplifir það.“Stjörnuljós með BonoÞá er það lokaspurningin. Þegar Bono kom til Íslands um áramótin, kom hann þá ekki í heimsókn til þín? „Ég held að hann hafi textað alla sem hann þekkir. Hann textaði mig og við hittumst í hálftíma með stjörnuljós. Hann er nú enginn stórvinur minn en við í Sykurmolunum hituðum upp fyrir U2 í gamla daga. Það er einn af uppáhaldstúrunum mínum, Sykurmolarnir, Public Enemy og U2,“ segir Björk dreymin en um leið tilbúin til að takast á við næstu verkefni á ferli sínum.Heimildarmynd í Bíói Paradís Heimildarmyndin Björk: Biophilia Live fer í almennar sýningar í Bíói Paradís í dag en Björk var viðstödd íslensku frumsýninguna í gær. Myndin fangar tónleikaferðina sem söngkonan fór til að kynna áttundu hljóðversplötu sína, Biophilia. Myndin verður sýnd á takmörkuðum fjölda tónlistarhátíða, listasafna, bókasafna og gallería víðs vegar um heim. Evrópufrumsýning myndarinnar var haldin nýlega í Tékklandi á Karlovy Vary-hátíðinni, þar sem bandaríska tímaritið Variety hældi myndinni og sagði m.a. að hún væri „grípandi heimild um listamann sem væri með fulla stjórn á eðlislægum kröftum sínum“. Á völdum sýningum verður heimildarmyndin When Björk Met Attenborough sýnd ásamt Björk: Biophilia Live, sem fjallar um samstarf söngkonunnar og sjónvarpsmannsins Davids Attenborough.
Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira