Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar 12. september 2014 09:30 Rikka útlistar einkenni sykurfíknar. Þrátt fyrir endalausa hvatningu og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttu okkar við hann svo erfiða sem raun ber vitni. Í flestum tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem fólk glímir við.Hver eru einkenni sykurfíknar? 1. Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn … þú bara verður. 2. Ef þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. 3. Þrátt fyrir löngun til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. 4. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá „kikkið“. Allt í einu ertu komin(n) í vítahring sem erfitt getur verið að losna úr. 5. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Fæstir taka það alvarlega að vera sykurfíkill og segja að það sé nú til alvarlegri fíkn en þessi eins og til dæmis áfengis- og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutskipti. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert miklu skárri og getur haft jafn slæm áhrif á líkama sem huga og áfengis- og eiturlyfjafíkn.Hvað getur þú gert? Taktu eitt skref í einu, ekki sleppa öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir eina teskeið af sykri á dag, sjö á viku og þrjátíu teskeiðar af sykri í hverjum mánuði. Heilsa Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Þrátt fyrir endalausa hvatningu og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttu okkar við hann svo erfiða sem raun ber vitni. Í flestum tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem fólk glímir við.Hver eru einkenni sykurfíknar? 1. Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn … þú bara verður. 2. Ef þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. 3. Þrátt fyrir löngun til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. 4. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá „kikkið“. Allt í einu ertu komin(n) í vítahring sem erfitt getur verið að losna úr. 5. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Fæstir taka það alvarlega að vera sykurfíkill og segja að það sé nú til alvarlegri fíkn en þessi eins og til dæmis áfengis- og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutskipti. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert miklu skárri og getur haft jafn slæm áhrif á líkama sem huga og áfengis- og eiturlyfjafíkn.Hvað getur þú gert? Taktu eitt skref í einu, ekki sleppa öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir eina teskeið af sykri á dag, sjö á viku og þrjátíu teskeiðar af sykri í hverjum mánuði.
Heilsa Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira