Mér var ekki nauðgað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar. Fyrir níu árum, nánast upp á dag, var mér og vinkonu minni byrlað nauðgunarlyf á bar í Reykjavík. Bar sem við heimsóttum nánast hverja helgi. Oftar en ekki vorum við ágætlega hífaðar þegar á barinn var komið en þetta kvöld vorum við allsgáðar. Og nei, við vorum ekki klæddar eins og „druslur“. Og nei, við höfðum ekki hátt og „báðum um“ að vera nauðgað. Við vildum bara fá okkur einn bjór, spjalla saman og fara síðan heim áður en skemmtanalífið færi í þriðja gír. Við, eins og þessi kunningjakona mín, vorum heppnar. Eftir þennan eina bjór man ég ekkert fyrr en ég vaknaði heima hjá mér í engum skóm mörgum klukkutímum seinna. Ég var aum í líkamanum. Og enn þá undir einhvers konar áhrifum. Síðan hitti ég fólk sem hitti mig þetta kvöld. Gott fólk, sem betur fer. Það náði að tengja saman atburði kvöldsins og var það morgunljóst að einstaklingnum sem fannst það vænlegt til árangurs að byrla mér lyf hefði ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann nauðgaði mér ekki. Og ekki vinkonu minni heldur. Stundum segi ég frá þessu kvöldi og færi það auðvitað í kómískan búning. Til að láta það ekki á mig fá. En oft kemur upp í huga minn hugsunin „hvað ef ég hefði ekki verið svona heppin? Hvar væri ég í dag? Hvernig væri líf mitt öðru vísi?“ Þessum spurningum get ég ekki svarað því ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki sloppið. Það fylgdi því nógu mikil skömm og reiði að vera ekki nauðgað þetta kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Kunningjakona mín birti mjög áhrifamikinn pistil á Facebook í vikunni. Í pistlinum lýsti hún því hvernig henni var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Reykjavík. Hve heppin hún hefði verið að lenda ekki í klóm þess sem sá sér leik á borði þegar hann setti lyfið í drykkinn hennar. Fyrir níu árum, nánast upp á dag, var mér og vinkonu minni byrlað nauðgunarlyf á bar í Reykjavík. Bar sem við heimsóttum nánast hverja helgi. Oftar en ekki vorum við ágætlega hífaðar þegar á barinn var komið en þetta kvöld vorum við allsgáðar. Og nei, við vorum ekki klæddar eins og „druslur“. Og nei, við höfðum ekki hátt og „báðum um“ að vera nauðgað. Við vildum bara fá okkur einn bjór, spjalla saman og fara síðan heim áður en skemmtanalífið færi í þriðja gír. Við, eins og þessi kunningjakona mín, vorum heppnar. Eftir þennan eina bjór man ég ekkert fyrr en ég vaknaði heima hjá mér í engum skóm mörgum klukkutímum seinna. Ég var aum í líkamanum. Og enn þá undir einhvers konar áhrifum. Síðan hitti ég fólk sem hitti mig þetta kvöld. Gott fólk, sem betur fer. Það náði að tengja saman atburði kvöldsins og var það morgunljóst að einstaklingnum sem fannst það vænlegt til árangurs að byrla mér lyf hefði ekki tekist ætlunarverk sitt. Hann nauðgaði mér ekki. Og ekki vinkonu minni heldur. Stundum segi ég frá þessu kvöldi og færi það auðvitað í kómískan búning. Til að láta það ekki á mig fá. En oft kemur upp í huga minn hugsunin „hvað ef ég hefði ekki verið svona heppin? Hvar væri ég í dag? Hvernig væri líf mitt öðru vísi?“ Þessum spurningum get ég ekki svarað því ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki sloppið. Það fylgdi því nógu mikil skömm og reiði að vera ekki nauðgað þetta kvöld.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun