Vald og maktsýki á eyðieyjum Illugi Jökulsson skrifar 13. september 2014 14:00 Gullskipið. Þessi eftirmynd Batavíu var smíðuð á árunum 1985-95 Sjö er töfratala, segir fólk. Ég hef aldrei fengið neina sérstaka skýringu á því af hverju allir virðast sammála um þetta, og hafa verið frá örófi alda. Ekki erum við með sjö fingur, ekki eru sjö sólir á himni. En nú hef ég fundið skýringuna. Ég las nefnilega um daginn að allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á hátterni manna leiða víst í ljós að mesti hugsanlegi mannfjöldinn sem getur unnið saman án þess að byrja að skiptast upp í klíkur eða valdapíramída sé sex. Ef sjö eru samankomnir, þá fer fólk óhjákvæmilega að skipa sér upp; þá verða alltaf einhverjir „útundan“ í þeim skilningi að þeir fela öðrum að taka ákvarðanir fyrir sig. Stundum gera menn það sjálfviljugir og þá má segja að fulltrúalýðræðið sé orðið til. En stundum taka hinir sterkustu í hópnum einfaldlega völdin og krumla einræðisins læsist um hinn sjö manna hóp. Kenning mín er því sú að það séu valdapotarar og félagsmálatröll sem hafa meðvitað eða ómeðvitað komið á þeim skilningi að sjö sé sú mikla töfratala, sem flestir virðast trúa. Því hinir maktsjúku vita af eðlishvöt rándýrsins að strax og sjö manna hópur er samankominn, þá sé hægt að fara að ráðskast með hann, skipa málum, skipta í flokka, búa til valdastöður og síðast en ekki síst það sem er þeirra líf og yndi – berjast um völdin. Þessi „kenning“ mín um töluna er auðvitað sett fram í gamni. En hitt er þó satt að það virðist þurfa ótrúlega lítinn hóp manna til að kveikja þörf sumra fyrir valdapot og einkavinavæðingar í ýmsum skilningi. Mér er ævinlega minnisstæð frétt úr seinni kvöldfréttatíma sjónvarpsins fyrir tuttugu árum eða svo, þetta var löng frétt og viðtöl við nokkra einstaklinga sem var mikið niðri fyrir og völdu hver öðrum hin verstu hrakyrði – en málið var harðsvíruð valdabarátta í Dýraverndarfélagi Íslands, eða einhverju sambærilegu batteríi. Og ég sat fyrir framan sjónvarpið og undraðist stórum – ég hafði haldið að ef einhvers staðar gæti ríkt eindrægni og samvinnufýsi, þá væri það í svona samtökum. En svo reyndist þá ekki vera, og best að taka fram að eftir mínum skilningi snerist baráttan í dýraverndarfélaginu ekki um mismunandi áherslur í starfinu, heldur bara um eintóm „völd“ í kompaníinu.Gullskipið Þetta hafa auðvitað margir hugsað áður. Ég veit ekki hvort er enn þá lesin í skólum bókin Flugnahöfðinginn eftir enska rithöfundinn William Golding, það var gert á minni tíð. Þetta er fín bók, minnir mig, og hún fjallar um einmitt þetta, maktsýkina sem virðist mannfólkinu í blóð borin. Hópur enskra skóladrengja verður strandaglópur á eyðieyju, en í stað þess að vinna saman að því að reyna að komast burt frá eyjunni leysist samfélag þeirra upp í valdabaráttu, klíkuskap og að lyktum kúgun og ofbeldi. Og spurningin er þessi – hafa drengirnir leiðst út í „villimennsku“ vegna þeirrar neyðar sem þeir búa við á eyjunni, eða kemur þeirra rétta mannlega eðli þvert á móti í ljós þegar hjúpur siðmenningarinnar máist af þeim? Merkileg drög að svari við þeirri spurningu (jafnvel merkilegri en valdabaráttan í dýraverndarfélaginu!) má finna í sögunni um hollenska stórskipið Batavíu og örlög áhafnar þess. Og hér og reyndar í næstu grein líka ætla ég að rekja þá sögu, lesendum Fréttablaðsins til lærdóms. Það var í október árið 1628 sem Batavía lagði úr höfn í hollenska bænum Texel. Skipið var í eigu Sameinaða hollenska verslunarfélagsins og í sinni jómfrúrferð, glæsilegt kaupfar, og var ferðinni heitið til samnefndar borgar, Bataviu, á eyjunni Jövu í þeim eyjaklasa sem Evrópumenn kölluðu þá Hollensku Austur-Indíur einu nafni. Þá voru aðeins rúm hundrað ár síðan Evrópumenn hófu úthafssiglingar og landafundi en þeir voru komnir um allar koppagrundir með fána sína, virki og verslunarstaði; borgin Batavía heitir nú Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þaðan fluttu Hollendingar heim ofsadýr krydd, fínustu silkiklæði, gimsteina og margvíslegar gersemar. „Gullskipið“ sem Íslendingar kalla svo, Het Wapen van Amsterdam, var einmitt að koma drekkhlaðið slíkum farmi þegar það fórst á Skeiðarársandi 1667. En 40 árum áður lagði Batavía sem sé upp í langa siglingu til Austur-Indía og voru 350 manns um borð, þar af 38 farþegar, karlar, konur og börn, en hinir voru sjómenn, kaupmenn og hollenskir hermenn. Skipstjóri var Ariaen Jakobsz, gamalreyndur skipstjóri og sagður afar góður sjómaður en um forystuhæfileika hans lék meiri vafi. Raunar var hann ekki æðsti stjórnandinn um borð, honum var ætlað að hlýða skipunum svokallaðs yfirkaupmanns, en sá háttur var hafður á á skipum Hollendinga. Og Jakobsz líkaði stórilla að vera í reynd undirsáti yfirkaupmannsins um borð sem hét Francisco Pelsaert, ekki síst vegna þess að þeir voru kunnugir og höfðu áður eldað grátt silfur og lögðu síðan fæð hvor á annan. Á langri og erfiðri siglingu varð gremja Jakobsz í garð Pelsaert æ meiri og kom margt til, meira að segja kvennamál því skipstjórinn reyndi ákaft að stíga í vænginn við gifta konu í hópi farþeganna sem Lucrezia hét en hún leitaði þá athvarfs hjá Pelsaert.Hollendingar urðu forríkir á verslun sinni við fjarlægar slóðir. Listir blómguðust. Jan Vermeer málaði þessa mynd af djörfum dáta og ungri stúlku, en á veggnum er kort yfir siglingaleiðir og nýlendur.Uppreisn Á siglingunni hafði Jakobsz eignast óvæntan bandamann í Jeronimusi Cornelisz, ungum manni, sem gegndi stöðu undirkaupmanns í leiðangrinum. Hann átti því að vera í liði Pelsaert en virðist fljótlega hafa farið að grafa illilega undan yfirmanni sínum. Um ævi Cornelisz fram að siglingunni er fátt markvert vitað, nema hvað hann kann að hafa tilheyrt róttækum trúflokki þar sem frjálslega þótti farið með ýmis hinna strangari siðalögmála sem annars voru í hávegum höfð með hollenskum. Eftir að Pelsaert ávítaði Jakobsz opinberlega fyrir stórkarlalegt fyllerí meðan staldrað var við í Höfðaborg tók skipstjórinn þá ákvörðun að gera uppreisn gegn yfirkaupmanninum og mun Cornelisz hafa hvatt hann mjög til dáða. Fyrirhugað var að Pelsaert og helstu stuðningsmenn hans um borð yrðu teknir höndum, sömuleiðis sá flokkur hermanna sem um borð var, og þessir menn yrðu allir umsvifalaust teknir af lífi. Síðan legðu uppreisnarmenn hald á öll þau miklu fémæti sem um borð voru. Skipið myndu þeir svo nota til sjórána, en Batavía var búin þó nokkrum fallbyssum og var í alla staði öflugt og hraðskreitt skip. Jakobsz byrjaði nú á því að sigla Batavíu af réttri leið til Jövu og stefndi í staðinn upp að ströndum Ástralíu en þá var skammt síðan evrópskir sæfarar höfðu uppgötvað tilvist Ástralíu, sem enn þá hafði ekki einu sinni hlotið nafn, heldur var bara kölluð Óþekkta landið – og enginn Evrópumaður hafði enn svo mikið sem stigið þar á land. Hinir verðandi uppreisnarmenn hófust handa með því að ráðast grímuklæddir að hinni góðu frú Lucreziu og svívirða hana með því að afklæða hana og maka alla út í mannaskít og mun ætlun þeirra hafa verið sú að hrista þannig saman lið sitt gegn Pelsaert. Þetta er ekki óþekkt, að þátttaka í grimmdarverkum sé skipulögð til að þétta raðir fylgismanna kúgunarseggja. Yfirkaupmaðurinn brást hart við, hann lét dæma til dauða eina grímumanninn sem Lucrezia hafði borið kennsl á en ákvað að bíða með að hengja hann þar til Batavía hefði landsýn. En þá gripu örlögin inn í með algjörlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aðfaranótt hins 4. júní 1629 strandaði Batavía á kóralrifi sem maraði í hálfu kafi, eitthvað um sjötíu kílómetra vestur af ströndum ástralska meginlandsins. Þar reyndist vera svolítill eyjaklasi mjög lágreistra kóraleyja. Langflestir komust lifandi til lands en skipið Batavía tók fljótt að liðast í sundur og horfurnar voru ekki vænlegar, engir vissu um ferðir skipsins svo sunnarlega og þótt ýmislegt væri til matar á eyjunum var bersýnilega mjög lítið um vatn. Þá tóku þeir Pelsaert og Jakobsz höndum saman og hreinlega stungu af með 30 manns á opnum skipsbátnum og lítilli jullu að auki og freistuðu þess að sigla alla leið til Batavía á Jövu eftir hjálp. Og það tókst raunar – en þegar þeir sneru loks til baka blasti við þeim fáránlegt samfélag á kóraleyjunum smáu; grimmt samfélag ofbeldis, morða og nauðgana; viðurstyggilegt samfélag Cornelisz aðstoðarkaupmanns sem hafði tekið sér konungsnafn yfir aumustu kóraleyjum heimsins og ríkti í hömlulausri maktsýki sem einhver grimmasti einræðisherra er sögur þekkja, þótt yfir smáu ríki væri. Ok segir af því eftir viku. Flækjusaga Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Sjö er töfratala, segir fólk. Ég hef aldrei fengið neina sérstaka skýringu á því af hverju allir virðast sammála um þetta, og hafa verið frá örófi alda. Ekki erum við með sjö fingur, ekki eru sjö sólir á himni. En nú hef ég fundið skýringuna. Ég las nefnilega um daginn að allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á hátterni manna leiða víst í ljós að mesti hugsanlegi mannfjöldinn sem getur unnið saman án þess að byrja að skiptast upp í klíkur eða valdapíramída sé sex. Ef sjö eru samankomnir, þá fer fólk óhjákvæmilega að skipa sér upp; þá verða alltaf einhverjir „útundan“ í þeim skilningi að þeir fela öðrum að taka ákvarðanir fyrir sig. Stundum gera menn það sjálfviljugir og þá má segja að fulltrúalýðræðið sé orðið til. En stundum taka hinir sterkustu í hópnum einfaldlega völdin og krumla einræðisins læsist um hinn sjö manna hóp. Kenning mín er því sú að það séu valdapotarar og félagsmálatröll sem hafa meðvitað eða ómeðvitað komið á þeim skilningi að sjö sé sú mikla töfratala, sem flestir virðast trúa. Því hinir maktsjúku vita af eðlishvöt rándýrsins að strax og sjö manna hópur er samankominn, þá sé hægt að fara að ráðskast með hann, skipa málum, skipta í flokka, búa til valdastöður og síðast en ekki síst það sem er þeirra líf og yndi – berjast um völdin. Þessi „kenning“ mín um töluna er auðvitað sett fram í gamni. En hitt er þó satt að það virðist þurfa ótrúlega lítinn hóp manna til að kveikja þörf sumra fyrir valdapot og einkavinavæðingar í ýmsum skilningi. Mér er ævinlega minnisstæð frétt úr seinni kvöldfréttatíma sjónvarpsins fyrir tuttugu árum eða svo, þetta var löng frétt og viðtöl við nokkra einstaklinga sem var mikið niðri fyrir og völdu hver öðrum hin verstu hrakyrði – en málið var harðsvíruð valdabarátta í Dýraverndarfélagi Íslands, eða einhverju sambærilegu batteríi. Og ég sat fyrir framan sjónvarpið og undraðist stórum – ég hafði haldið að ef einhvers staðar gæti ríkt eindrægni og samvinnufýsi, þá væri það í svona samtökum. En svo reyndist þá ekki vera, og best að taka fram að eftir mínum skilningi snerist baráttan í dýraverndarfélaginu ekki um mismunandi áherslur í starfinu, heldur bara um eintóm „völd“ í kompaníinu.Gullskipið Þetta hafa auðvitað margir hugsað áður. Ég veit ekki hvort er enn þá lesin í skólum bókin Flugnahöfðinginn eftir enska rithöfundinn William Golding, það var gert á minni tíð. Þetta er fín bók, minnir mig, og hún fjallar um einmitt þetta, maktsýkina sem virðist mannfólkinu í blóð borin. Hópur enskra skóladrengja verður strandaglópur á eyðieyju, en í stað þess að vinna saman að því að reyna að komast burt frá eyjunni leysist samfélag þeirra upp í valdabaráttu, klíkuskap og að lyktum kúgun og ofbeldi. Og spurningin er þessi – hafa drengirnir leiðst út í „villimennsku“ vegna þeirrar neyðar sem þeir búa við á eyjunni, eða kemur þeirra rétta mannlega eðli þvert á móti í ljós þegar hjúpur siðmenningarinnar máist af þeim? Merkileg drög að svari við þeirri spurningu (jafnvel merkilegri en valdabaráttan í dýraverndarfélaginu!) má finna í sögunni um hollenska stórskipið Batavíu og örlög áhafnar þess. Og hér og reyndar í næstu grein líka ætla ég að rekja þá sögu, lesendum Fréttablaðsins til lærdóms. Það var í október árið 1628 sem Batavía lagði úr höfn í hollenska bænum Texel. Skipið var í eigu Sameinaða hollenska verslunarfélagsins og í sinni jómfrúrferð, glæsilegt kaupfar, og var ferðinni heitið til samnefndar borgar, Bataviu, á eyjunni Jövu í þeim eyjaklasa sem Evrópumenn kölluðu þá Hollensku Austur-Indíur einu nafni. Þá voru aðeins rúm hundrað ár síðan Evrópumenn hófu úthafssiglingar og landafundi en þeir voru komnir um allar koppagrundir með fána sína, virki og verslunarstaði; borgin Batavía heitir nú Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þaðan fluttu Hollendingar heim ofsadýr krydd, fínustu silkiklæði, gimsteina og margvíslegar gersemar. „Gullskipið“ sem Íslendingar kalla svo, Het Wapen van Amsterdam, var einmitt að koma drekkhlaðið slíkum farmi þegar það fórst á Skeiðarársandi 1667. En 40 árum áður lagði Batavía sem sé upp í langa siglingu til Austur-Indía og voru 350 manns um borð, þar af 38 farþegar, karlar, konur og börn, en hinir voru sjómenn, kaupmenn og hollenskir hermenn. Skipstjóri var Ariaen Jakobsz, gamalreyndur skipstjóri og sagður afar góður sjómaður en um forystuhæfileika hans lék meiri vafi. Raunar var hann ekki æðsti stjórnandinn um borð, honum var ætlað að hlýða skipunum svokallaðs yfirkaupmanns, en sá háttur var hafður á á skipum Hollendinga. Og Jakobsz líkaði stórilla að vera í reynd undirsáti yfirkaupmannsins um borð sem hét Francisco Pelsaert, ekki síst vegna þess að þeir voru kunnugir og höfðu áður eldað grátt silfur og lögðu síðan fæð hvor á annan. Á langri og erfiðri siglingu varð gremja Jakobsz í garð Pelsaert æ meiri og kom margt til, meira að segja kvennamál því skipstjórinn reyndi ákaft að stíga í vænginn við gifta konu í hópi farþeganna sem Lucrezia hét en hún leitaði þá athvarfs hjá Pelsaert.Hollendingar urðu forríkir á verslun sinni við fjarlægar slóðir. Listir blómguðust. Jan Vermeer málaði þessa mynd af djörfum dáta og ungri stúlku, en á veggnum er kort yfir siglingaleiðir og nýlendur.Uppreisn Á siglingunni hafði Jakobsz eignast óvæntan bandamann í Jeronimusi Cornelisz, ungum manni, sem gegndi stöðu undirkaupmanns í leiðangrinum. Hann átti því að vera í liði Pelsaert en virðist fljótlega hafa farið að grafa illilega undan yfirmanni sínum. Um ævi Cornelisz fram að siglingunni er fátt markvert vitað, nema hvað hann kann að hafa tilheyrt róttækum trúflokki þar sem frjálslega þótti farið með ýmis hinna strangari siðalögmála sem annars voru í hávegum höfð með hollenskum. Eftir að Pelsaert ávítaði Jakobsz opinberlega fyrir stórkarlalegt fyllerí meðan staldrað var við í Höfðaborg tók skipstjórinn þá ákvörðun að gera uppreisn gegn yfirkaupmanninum og mun Cornelisz hafa hvatt hann mjög til dáða. Fyrirhugað var að Pelsaert og helstu stuðningsmenn hans um borð yrðu teknir höndum, sömuleiðis sá flokkur hermanna sem um borð var, og þessir menn yrðu allir umsvifalaust teknir af lífi. Síðan legðu uppreisnarmenn hald á öll þau miklu fémæti sem um borð voru. Skipið myndu þeir svo nota til sjórána, en Batavía var búin þó nokkrum fallbyssum og var í alla staði öflugt og hraðskreitt skip. Jakobsz byrjaði nú á því að sigla Batavíu af réttri leið til Jövu og stefndi í staðinn upp að ströndum Ástralíu en þá var skammt síðan evrópskir sæfarar höfðu uppgötvað tilvist Ástralíu, sem enn þá hafði ekki einu sinni hlotið nafn, heldur var bara kölluð Óþekkta landið – og enginn Evrópumaður hafði enn svo mikið sem stigið þar á land. Hinir verðandi uppreisnarmenn hófust handa með því að ráðast grímuklæddir að hinni góðu frú Lucreziu og svívirða hana með því að afklæða hana og maka alla út í mannaskít og mun ætlun þeirra hafa verið sú að hrista þannig saman lið sitt gegn Pelsaert. Þetta er ekki óþekkt, að þátttaka í grimmdarverkum sé skipulögð til að þétta raðir fylgismanna kúgunarseggja. Yfirkaupmaðurinn brást hart við, hann lét dæma til dauða eina grímumanninn sem Lucrezia hafði borið kennsl á en ákvað að bíða með að hengja hann þar til Batavía hefði landsýn. En þá gripu örlögin inn í með algjörlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aðfaranótt hins 4. júní 1629 strandaði Batavía á kóralrifi sem maraði í hálfu kafi, eitthvað um sjötíu kílómetra vestur af ströndum ástralska meginlandsins. Þar reyndist vera svolítill eyjaklasi mjög lágreistra kóraleyja. Langflestir komust lifandi til lands en skipið Batavía tók fljótt að liðast í sundur og horfurnar voru ekki vænlegar, engir vissu um ferðir skipsins svo sunnarlega og þótt ýmislegt væri til matar á eyjunum var bersýnilega mjög lítið um vatn. Þá tóku þeir Pelsaert og Jakobsz höndum saman og hreinlega stungu af með 30 manns á opnum skipsbátnum og lítilli jullu að auki og freistuðu þess að sigla alla leið til Batavía á Jövu eftir hjálp. Og það tókst raunar – en þegar þeir sneru loks til baka blasti við þeim fáránlegt samfélag á kóraleyjunum smáu; grimmt samfélag ofbeldis, morða og nauðgana; viðurstyggilegt samfélag Cornelisz aðstoðarkaupmanns sem hafði tekið sér konungsnafn yfir aumustu kóraleyjum heimsins og ríkti í hömlulausri maktsýki sem einhver grimmasti einræðisherra er sögur þekkja, þótt yfir smáu ríki væri. Ok segir af því eftir viku.
Flækjusaga Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira