Merkar kosningar Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. september 2014 07:00 Í dag kjósa Skotar um sjálfstæði landsins. Hér er áhugi á málinu líklega meiri en víða annars staðar enda ekki nema 70 ár síðan Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði að undangengnum kosningum þar sem 99,5 prósent kjósenda vildu fara þá leið. Þá, líkt og útlit er fyrir að verði í Skotlandi, var kjörsókn einhver sú besta sem um getur, 98,6 prósent. Þó svo að útlit sé fyrir að Skotar flykkist á kjörstað og slái með því öll met eru skoðanir þeirra skiptari þegar kemur að ágæti sjálfstæðisins. Nýjustu kannanir sýna að nokkuð margir eru enn óákveðnir. Rúmur helmingur virðist ætla að hafna sjálfstæði. Sjálfstæðinu fylgir nefnilega margvíslegur vandi, líkt og sambandssinnar hafa verið duglegir að benda á síðustu daga. Þar ber gjaldmiðilinn hátt. Til þess eru vítin að varast þau, og Skotar, fari svo að sjálfstæði verði ofan á, geta horft til Íslands eftir dæmi um hrakfarir. Í fréttum var haft eftir gömlum Skota að hjartað hallaðist að sjálfstæði en skynsemin sambandi. Kannski kallar skoska hjartað á sjálfstæða skoska mynt þótt augljóst sé að Skotar yrðu alltaf betur settir í myntsamstarfi, hvort heldur sem er við Breta eða ESB. Hver kærir sig í alvöru um óstöðuga og sveiflukennda smámynt sem ekki er hægt að búa við nema innan múra gjaldeyrishafta, sem aftur eru skaðvaldur í sjálfu sér? Hverjir aðrir en Íslendingar, það er? Maður spyr sig. Á það hefur margoft verið bent í aðdraganda kosninganna að Skotar séu upp til hópa óánægðir með þá stefnu sem mörkuð hefur verið í Bretlandi með áherslu á einkavæðingu og notendagjöld. Nóbelsverðlaunahagfræðingarnir Jeffrey D. Sachs og Joseph Stiglitz hafa báðir skrifað um stöðu Skotlands og bent á að þótt sjálfstæði kunni að fylgja kostnaður þá fylgi því líka kostir. „Spurningin sem Skotar standa frammi fyrir snýst ekki um hagnað eða tap í nánustu framtíð, heldur hvort framtíð Skotlands, sameiginleg framtíðarsýn og gildi, sem í auknum mæli hafa orðið fjarlægari þeim sem ráðandi eru sunnan við landamærin, séu líklegri til að nást með sjálfstæði,“ skrifar Stiglitz í The Scotsman. Sachs hefur svo bent á að það ráðist af viðbrögðum stofnana á borð við ESB, NATO auk Breta, hvernig sjálfstæðu Skotlandi farnist. Það þjóni hins vegar ekki hagsmunum neins að ætla að refsa Skotum fyrir sjálfstæðisviðleitnina. Hagsmunir Breta og Skota fari saman í myntsamstarfi og notkun pundsins. Þegar horft er á fylgiskannanir í Skotlandi má sjá að eftir því sem óákveðnum hefur fækkað síðustu vikur hefur staða þeirra sem kjósa sjálfstæði batnað. Komi í ljós að óákveðnir séu líklegri til að hallast að sjálfstæði, gæti það náðst með naumum meirihluta. Þá tækju við viðræður um sambandsslitin og ef til vill aðrar kosningar síðar um þá niðurstöðu. Sigur í kosningunum nú yrði því tæpast nema áfangasigur á leið Skota til sjálfstæðis. Um leið verður líka að teljast ólíklegt að vindur verði úr sjálfstæðissinnum þótt kosningarnar fari á hinn veginn. En hvernig sem fer þá er ljóst að í hönd fer mikil lýðræðishátíð í Skotlandi. Horfur á kjörsókn og líflegar umræður í aðdraganda kosninganna þar sem allt landið hefur verið undirlagt af vangaveltum um kosti þess og galla að slíta sambandi við Bretland endurspegla vilja almennings til þess að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi sitt og samfélagsskipan. Það er góðs viti í sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Í dag kjósa Skotar um sjálfstæði landsins. Hér er áhugi á málinu líklega meiri en víða annars staðar enda ekki nema 70 ár síðan Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði að undangengnum kosningum þar sem 99,5 prósent kjósenda vildu fara þá leið. Þá, líkt og útlit er fyrir að verði í Skotlandi, var kjörsókn einhver sú besta sem um getur, 98,6 prósent. Þó svo að útlit sé fyrir að Skotar flykkist á kjörstað og slái með því öll met eru skoðanir þeirra skiptari þegar kemur að ágæti sjálfstæðisins. Nýjustu kannanir sýna að nokkuð margir eru enn óákveðnir. Rúmur helmingur virðist ætla að hafna sjálfstæði. Sjálfstæðinu fylgir nefnilega margvíslegur vandi, líkt og sambandssinnar hafa verið duglegir að benda á síðustu daga. Þar ber gjaldmiðilinn hátt. Til þess eru vítin að varast þau, og Skotar, fari svo að sjálfstæði verði ofan á, geta horft til Íslands eftir dæmi um hrakfarir. Í fréttum var haft eftir gömlum Skota að hjartað hallaðist að sjálfstæði en skynsemin sambandi. Kannski kallar skoska hjartað á sjálfstæða skoska mynt þótt augljóst sé að Skotar yrðu alltaf betur settir í myntsamstarfi, hvort heldur sem er við Breta eða ESB. Hver kærir sig í alvöru um óstöðuga og sveiflukennda smámynt sem ekki er hægt að búa við nema innan múra gjaldeyrishafta, sem aftur eru skaðvaldur í sjálfu sér? Hverjir aðrir en Íslendingar, það er? Maður spyr sig. Á það hefur margoft verið bent í aðdraganda kosninganna að Skotar séu upp til hópa óánægðir með þá stefnu sem mörkuð hefur verið í Bretlandi með áherslu á einkavæðingu og notendagjöld. Nóbelsverðlaunahagfræðingarnir Jeffrey D. Sachs og Joseph Stiglitz hafa báðir skrifað um stöðu Skotlands og bent á að þótt sjálfstæði kunni að fylgja kostnaður þá fylgi því líka kostir. „Spurningin sem Skotar standa frammi fyrir snýst ekki um hagnað eða tap í nánustu framtíð, heldur hvort framtíð Skotlands, sameiginleg framtíðarsýn og gildi, sem í auknum mæli hafa orðið fjarlægari þeim sem ráðandi eru sunnan við landamærin, séu líklegri til að nást með sjálfstæði,“ skrifar Stiglitz í The Scotsman. Sachs hefur svo bent á að það ráðist af viðbrögðum stofnana á borð við ESB, NATO auk Breta, hvernig sjálfstæðu Skotlandi farnist. Það þjóni hins vegar ekki hagsmunum neins að ætla að refsa Skotum fyrir sjálfstæðisviðleitnina. Hagsmunir Breta og Skota fari saman í myntsamstarfi og notkun pundsins. Þegar horft er á fylgiskannanir í Skotlandi má sjá að eftir því sem óákveðnum hefur fækkað síðustu vikur hefur staða þeirra sem kjósa sjálfstæði batnað. Komi í ljós að óákveðnir séu líklegri til að hallast að sjálfstæði, gæti það náðst með naumum meirihluta. Þá tækju við viðræður um sambandsslitin og ef til vill aðrar kosningar síðar um þá niðurstöðu. Sigur í kosningunum nú yrði því tæpast nema áfangasigur á leið Skota til sjálfstæðis. Um leið verður líka að teljast ólíklegt að vindur verði úr sjálfstæðissinnum þótt kosningarnar fari á hinn veginn. En hvernig sem fer þá er ljóst að í hönd fer mikil lýðræðishátíð í Skotlandi. Horfur á kjörsókn og líflegar umræður í aðdraganda kosninganna þar sem allt landið hefur verið undirlagt af vangaveltum um kosti þess og galla að slíta sambandi við Bretland endurspegla vilja almennings til þess að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi sitt og samfélagsskipan. Það er góðs viti í sjálfu sér.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun