Ásgeir Trausti kominn í nýja hljómsveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:00 Hljómsveitin Uniimog sendir frá sér sína fyrstu plötu á næstu vikum. mynd/einkasafn „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp