Fantasía um eigin kynslóð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. september 2014 11:00 Sverrir Norland. „Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur?” Vísir/Valli Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira