Samkeppnisbættur mjólkuriðnaður Andrés Magnússon skrifar 1. október 2014 07:15 Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun