Vill fá innblástur fyrir nýja sinfóníu Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. október 2014 09:38 Vill halda áfram - Tim er ekki orðinn þreyttur á ferðalögum. „Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn áratug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunninn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveitina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðblandaði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gamalt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldnir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var uppselt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur. Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn áratug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunninn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveitina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðblandaði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gamalt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldnir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var uppselt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur.
Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira