Manchester City enn í basli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 06:00 Sergio Aguero og félagar eru enn á ný í vandræðum í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira