Sex plús sex í síðustu sex Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2014 06:00 vísir/andri marinó Frábær endasprettur Atla Guðnasonar í sumar dugði ekki til að færa FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn en tryggði honum hins vegar toppsætið á tveimur listum því enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gaf fleiri stoðsendingar eða bjó til fleiri mörk fyrir sitt lið sumarið 2014. Atli var eini leikmaður í deildinni sem náði tuginum í bæði mörkum (10) og stoðsendingum (11) og hann kom alls að 22 mörkum FH-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar eða fjórum fleiri en næsti maður sem var Gary Martin í KR.Tíu eða fleiri sjö sumur í röð Þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum sem Atli gefur flestar stoðsendingar í deildinni (líka 2012) og enn fremur fjórða árið í röð sem FH-ingur vinnur stoðsendingatitilinn því Atli og Ólafur Páll Snorrason (2013 og 2011) hafa skipst á að gefa flestar stoðsendingar í deildinni á síðustu tímabilum. Atli átti einnig þátt í langflestum mörkum sumarið 2012 en þá kom hann að 25 mörkum FH-liðsins. Hann var líka einu marki frá því að leiða listann sumarið 2009 en Atli er nú búinn að koma að tíu mörkum eða fleiri á sjö tímabilum í röð með Hafnarfjarðarliðinu. Atli hefur nú leikið 178 leiki í efstu deild á ferlinum og komið að samtals 124 mörkum í þeim, annaðhvort með því að skora sjálfur (53 mörk) eða leggja upp mörk fyrir félaga sína (71-63 stoðsendingar). Hann er kominn upp í 3. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins í efstu deild og er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir félagið frá því að farið var að skrá stoðsendingar í efstu deild sumarið 1992. Ólafur Páll er þar í öðru sæti með 55 stoðsendingar í FH-búningnum. Líklega var það útspil Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH-liðsins, sem átti mestan þátt í þessum magnaða endaspretti Atla í sumar sem og það að við leikmannahóp FH bættist nýr framherji.Bara tvær í fyrri umferðinni Atli var nefnilega „bara“ búinn að gefa samtals tvær stoðsendingar í fyrri umferðinni og því benti ekkert til þess að hann væri að fara að blanda sér í baráttuna um stoðsendingatitilinn í ár. Atli byrjaði hins vegar seinni umferðina á því að gefa samanlagt þrjár stoðsendingar í 12. og 13. umferð og fór síðan fyrst almennilega í gang þegar Heimir færði hann fyrir aftan framherjann Steven Lennon. Atli kom með beinum hætti að tólf mörkum FH í síðustu sex leikjunum (FH-liðið skoraði alls 16 mörk), skoraði sex sjálfur og gaf sex stoðsendingar að auki. Hann náði því bæði að skora þrennu og leggja upp þrjú mörk í einum leik.Samvinnan við Lennon Samvinnan við Skotann snögga var vissulega lykillinn. Atli og Lennon bjuggu meðal annars til sjö mörk saman, það er þar sem annar þeirra lagði upp mark fyrir hinn. Fjórar af sex síðustu stoðsendingum Atla á tímabilinu voru einmitt á Lennon. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þeim næsta sumar.Þáttur í flestum Mörkum:(Mörk + mörk undirbúin) Atli Guðnason, FH 22 (10 + 12) Gary John Martin, KR 18 (13+5) Ólafur Karl Finsen, Stjarnan 16 (11+5) Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 16 (10+6) Elías Már Ómarsson, Keflavík 15 (6+9) Arnar Már Björgvinsson, Stjarnan 14 (6+8) Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik 14 (7+7) Jóhann Helgi Hannesson, Þó 13 (7+6) Ragnar Leósson, Fjölni 13 (3+10) Jonathan Glenn, ÍBV 13 (12+1) Aron Elís Þrándarson, Víkingur R. 12 (5-7) Hörður Sveinsson, Keflavík 12 (10+2)Flestar stoðsendingar í Pepsi-deildinni: Atli Guðnason, FH 11 Ragnar Leósson, Fjölni 10 Ólafur Páll Snorrason, FH 10 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík 7 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7 Haukur Heiðar Hauksson, KR 6 Aron Elís Þrándarson, Víkingi 6 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 6 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6 Jóhann Helgi Hannesson, Þór Ak. 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni 5 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni 4 Gary John Martin, KR 4 Pablo Oshan Punyed, Stjörnunni 4 Haukur Baldvinsson, Fram 4 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram 4 Finnur Ólafsson, Fylki 4 Steven Lennon, FH 4 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna FH-ingurinn Atli Guðnason er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi en hann var með hæstu meðaleinkunn af öllum leikmönnum Pepsi-deildar karla í fótbolta. 8. október 2014 08:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Frábær endasprettur Atla Guðnasonar í sumar dugði ekki til að færa FH-ingum Íslandsmeistaratitilinn en tryggði honum hins vegar toppsætið á tveimur listum því enginn leikmaður í Pepsi-deildinni gaf fleiri stoðsendingar eða bjó til fleiri mörk fyrir sitt lið sumarið 2014. Atli var eini leikmaður í deildinni sem náði tuginum í bæði mörkum (10) og stoðsendingum (11) og hann kom alls að 22 mörkum FH-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar eða fjórum fleiri en næsti maður sem var Gary Martin í KR.Tíu eða fleiri sjö sumur í röð Þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum sem Atli gefur flestar stoðsendingar í deildinni (líka 2012) og enn fremur fjórða árið í röð sem FH-ingur vinnur stoðsendingatitilinn því Atli og Ólafur Páll Snorrason (2013 og 2011) hafa skipst á að gefa flestar stoðsendingar í deildinni á síðustu tímabilum. Atli átti einnig þátt í langflestum mörkum sumarið 2012 en þá kom hann að 25 mörkum FH-liðsins. Hann var líka einu marki frá því að leiða listann sumarið 2009 en Atli er nú búinn að koma að tíu mörkum eða fleiri á sjö tímabilum í röð með Hafnarfjarðarliðinu. Atli hefur nú leikið 178 leiki í efstu deild á ferlinum og komið að samtals 124 mörkum í þeim, annaðhvort með því að skora sjálfur (53 mörk) eða leggja upp mörk fyrir félaga sína (71-63 stoðsendingar). Hann er kominn upp í 3. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins í efstu deild og er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir félagið frá því að farið var að skrá stoðsendingar í efstu deild sumarið 1992. Ólafur Páll er þar í öðru sæti með 55 stoðsendingar í FH-búningnum. Líklega var það útspil Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH-liðsins, sem átti mestan þátt í þessum magnaða endaspretti Atla í sumar sem og það að við leikmannahóp FH bættist nýr framherji.Bara tvær í fyrri umferðinni Atli var nefnilega „bara“ búinn að gefa samtals tvær stoðsendingar í fyrri umferðinni og því benti ekkert til þess að hann væri að fara að blanda sér í baráttuna um stoðsendingatitilinn í ár. Atli byrjaði hins vegar seinni umferðina á því að gefa samanlagt þrjár stoðsendingar í 12. og 13. umferð og fór síðan fyrst almennilega í gang þegar Heimir færði hann fyrir aftan framherjann Steven Lennon. Atli kom með beinum hætti að tólf mörkum FH í síðustu sex leikjunum (FH-liðið skoraði alls 16 mörk), skoraði sex sjálfur og gaf sex stoðsendingar að auki. Hann náði því bæði að skora þrennu og leggja upp þrjú mörk í einum leik.Samvinnan við Lennon Samvinnan við Skotann snögga var vissulega lykillinn. Atli og Lennon bjuggu meðal annars til sjö mörk saman, það er þar sem annar þeirra lagði upp mark fyrir hinn. Fjórar af sex síðustu stoðsendingum Atla á tímabilinu voru einmitt á Lennon. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þeim næsta sumar.Þáttur í flestum Mörkum:(Mörk + mörk undirbúin) Atli Guðnason, FH 22 (10 + 12) Gary John Martin, KR 18 (13+5) Ólafur Karl Finsen, Stjarnan 16 (11+5) Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 16 (10+6) Elías Már Ómarsson, Keflavík 15 (6+9) Arnar Már Björgvinsson, Stjarnan 14 (6+8) Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik 14 (7+7) Jóhann Helgi Hannesson, Þó 13 (7+6) Ragnar Leósson, Fjölni 13 (3+10) Jonathan Glenn, ÍBV 13 (12+1) Aron Elís Þrándarson, Víkingur R. 12 (5-7) Hörður Sveinsson, Keflavík 12 (10+2)Flestar stoðsendingar í Pepsi-deildinni: Atli Guðnason, FH 11 Ragnar Leósson, Fjölni 10 Ólafur Páll Snorrason, FH 10 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík 7 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7 Haukur Heiðar Hauksson, KR 6 Aron Elís Þrándarson, Víkingi 6 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 6 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6 Jóhann Helgi Hannesson, Þór Ak. 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni 5 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni 4 Gary John Martin, KR 4 Pablo Oshan Punyed, Stjörnunni 4 Haukur Baldvinsson, Fram 4 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram 4 Finnur Ólafsson, Fylki 4 Steven Lennon, FH 4
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna FH-ingurinn Atli Guðnason er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi en hann var með hæstu meðaleinkunn af öllum leikmönnum Pepsi-deildar karla í fótbolta. 8. október 2014 08:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Atli Guðna: Ekki vitlaust hjá Heimi að hugsa mig þarna FH-ingurinn Atli Guðnason er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi en hann var með hæstu meðaleinkunn af öllum leikmönnum Pepsi-deildar karla í fótbolta. 8. október 2014 08:00