City endaði í 22. sæti með ellefu stig. Celtic endaði í 21. sæti með jafn mörg stig.
Liðin í 21. – 22. sæti munu mæta liðunum í 11. eða 12. sæti í umspilinu, semsagt Real Madrid eða Bayern Munchen. City mun því mæta annað hvort Real eða Bayern, og Celtic mun mæta hinu liðinu.
Dregið verður í umspilið föstudaginn 31. janúar.
Sigurvegararnir úr einvígunum munu svo mæta Bayer Leverkusen (5. sæti) eða Atletico Madrid (6. sæti) í átta liða úrslitum.

Manchester City mætti Bayern Munchen síðast í átta liða úrslitum þegar City-menn unnu Meistaradeildina árið 2023. Þeir mættu Real Madrid síðast á síðasta tímabili, einnig í átta liða úrslitum, en þá datt City út í vítaspyrnukeppni og Madrídingar enduðu á að lyfta titlinum.
We will face either Real Madrid or Bayern Munich in the #UCL knockout phase play-off round 🤝
— Manchester City (@ManCity) January 29, 2025