Hetja, skúrkur og svo aftur hetja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2014 06:00 Kevin Love, Kyrie Irving og LeBron James spila saman hjá Cleveland-liðinu. Fréttablaðið/AFP NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með. NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með.
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira