Young Fathers hlaut Mercury 31. október 2014 12:00 Hljómsveitin Young Fathers bar sigur úr býtum á Mercury-verðlaunahátíðinni. Nordicphotos/Getty Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönnum á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem er stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloysious Massaquio, einn meðlima sveitarinnar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury-verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönnum á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem er stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloysious Massaquio, einn meðlima sveitarinnar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury-verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira