Stríðið stóð undir væntingum Freyr Bjarnason skrifar 11. nóvember 2014 11:00 The War On Drugs Vodafonehöllin Iceland Airwaves Bandarísku indírokkararnir í The War On Drugs hafa hlotið mikið lof fyrir sína þriðju plötu, Lost in the Dream, sem kom út í vor. Sannarlega prýðileg plata sem rennur ljúft í gegnum hlustirnar og því var eftirvæntingin mikil að berja hljómsveitina augum á undan The Flaming Lips. Skemmst er frá því að segja að tónlistin olli engum vonbrigðum og hljómaði meira að segja enn betur á sviði en á plötunni. Þetta voru síðustu tónleikar The War On Drugs á löngu tónleikaferðalagi og greinilegt að hún var búin að spila sig vel saman. Þéttleikinn var mikill með forsprakkann Adam Granduciel í góðu formi. Gítarleikur hans var sérstaklega góður og þegar hann fór á flug í sólóunum var hrein unun á að hlusta. Stundum minnti The War On Drugs á tónlistarmanninn Kurt Vile sem spilaði með hljómsveit sinni á hátíðinni All Tomorrows Parties á gamla varnarsvæðinu í sumar. Ekki að ástæðulausu því Granduciel var áður meðlimur í Kurt Vile & The Violators, nema hvað tónlist The War On Drugs er enn betri en sú sem kemur úr sarpi fyrrverandi liðsfélaga hans.Niðurstaða: Vel heppnað gigg hjá The War On Drugs. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
The War On Drugs Vodafonehöllin Iceland Airwaves Bandarísku indírokkararnir í The War On Drugs hafa hlotið mikið lof fyrir sína þriðju plötu, Lost in the Dream, sem kom út í vor. Sannarlega prýðileg plata sem rennur ljúft í gegnum hlustirnar og því var eftirvæntingin mikil að berja hljómsveitina augum á undan The Flaming Lips. Skemmst er frá því að segja að tónlistin olli engum vonbrigðum og hljómaði meira að segja enn betur á sviði en á plötunni. Þetta voru síðustu tónleikar The War On Drugs á löngu tónleikaferðalagi og greinilegt að hún var búin að spila sig vel saman. Þéttleikinn var mikill með forsprakkann Adam Granduciel í góðu formi. Gítarleikur hans var sérstaklega góður og þegar hann fór á flug í sólóunum var hrein unun á að hlusta. Stundum minnti The War On Drugs á tónlistarmanninn Kurt Vile sem spilaði með hljómsveit sinni á hátíðinni All Tomorrows Parties á gamla varnarsvæðinu í sumar. Ekki að ástæðulausu því Granduciel var áður meðlimur í Kurt Vile & The Violators, nema hvað tónlist The War On Drugs er enn betri en sú sem kemur úr sarpi fyrrverandi liðsfélaga hans.Niðurstaða: Vel heppnað gigg hjá The War On Drugs.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira