Fagnar þremur stórum áföngum Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2014 11:30 Djasstónlistarmaðurinn heldur tónleika í Björtuloftum í kvöld. Mynd/Ólafur már Svavarsson Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp