Sumt er innblásið Jónas Sen skrifar 13. nóvember 2014 16:00 Upphaf Tónlist: Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undarlega sálarlaus, nánast eins og tölvuforrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tónlistin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistarmaður. Hann er lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríkulegri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttrar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa.Niðurstaða:Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg. Gagnrýni Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist: Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undarlega sálarlaus, nánast eins og tölvuforrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tónlistin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistarmaður. Hann er lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríkulegri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttrar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa.Niðurstaða:Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg.
Gagnrýni Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira