Eins og Björk síns tíma Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 12:00 Kári segir Þórð hafa verið mikinn máttarstólpa. „Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúruverndarsinni, sagnamaður og boðberi þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eiginlega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli.Kári G. Schram, leikstjóri myndarinnarvísir/gva„Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münchausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallaður mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upptökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúruverndarsinni, sagnamaður og boðberi þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eiginlega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli.Kári G. Schram, leikstjóri myndarinnarvísir/gva„Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münchausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallaður mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upptökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira