Endurútsetti Imagine fyrir safnplötu Freyr Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 09:00 Endurútsetningin var skemmtilegt verkefni, að sögn Bigga Hilmars. Mynd/María Kjartansdóttir Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira