Snapchat gagnrýnt fyrir upplýsingaöflun Samúel Karl Ólafsson skrifar 23. nóvember 2014 10:00 Sæta gagnrýni Evan Spiegel er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira