Fótboltadrengir á leið út í lífið Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 11:30 Gula spjaldið í Gautaborg - Gunnar Helgason Bækur: Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Mál og menningGunnar Helgason hefur nú sent frá sér síðustu bókina í seríunni um Þróttarann og fótboltakempuna Jón Jónsson. Þessi ber titilinn Gula spjaldið í Gautaborg og gefur fyrri bókunum ekkert eftir. Bækurnar segja frá vinahóp ungra drengja úr Vogaskóla sem æfa fótbolta með Þrótti. Boltinn er þeirra helsta áhugamál þótt stelpur (og strákar, hjá þeim sem hallast í þá átt) skipi sífellt stærri sess. Í þessari bók heldur liðið til Gautaborgar að keppa á Gothia Cup. Nonni er fyrirliðinn og eiginlega að sligast undan ábyrgðinni, en hann er líka dálítið kvíðinn fyrir ferðinni því hann dreymdi svolítið og reynslan segir honum að taka mark á draumum sínum. Í Gautaborg bíða spennandi ævintýri. Bókin er, eins og fyrri bækurnar, brjálæðislega hress. Sögumaður talar í fyrstu persónu og lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé að segja ferðasöguna eftir á, því stundum segir hann hluti eins og „en það átti nú aldeilis eftir að breytast“, sem býr til spennu og er yfirleitt mjög fyndið. Hann er temmilega seinheppinn í stelpumálum, hann Nonni, og höfundi tekst vel að draga fram þær senur á húmorískan hátt. Og bókin er mjög fyndin. Ég hló oft upphátt og það er ein sena í bókinni sem ég las upphátt fyrir alla sem vildu heyra. Og hló meðan ég las.gunnar helgasonGunnar Helgason fjallar í bókunum um alvarleg málefni í bland við hversdagsleikann. Stór vandamál spinnast saman við smávægileg, bara eins og í lífinu, og það er vel gert. Og saman við þetta allt blandast svo nákvæmar leiklýsingar af fótboltaleikjunum, ég viðurkenni að ég skautaði hratt í gegnum þær, einfaldlega sökum skorts á fótboltaáhuga. Aftur á móti ímynda ég mér að bróðursynir mínir (sem bíða æsispenntir eftir að fá að lesa bókina) muni lesa þær með áfergju. Rán Flygenring á heiðurinn af frábærum myndlýsingum, líkt og í fyrri bókunum. Ég fletti til dæmis ítrekað fram til að skoða andlitsmyndirnar af söguhetjunum. Alveg frábærar og í takt við húmorinn í bókinni.Niðurstaða: Stórskemmtileg og spennandi bók, sem tekur á stórum, mikilvægum málefnum í bland við smærri. Bók fyrir stráka og stelpur. Og gamlar frænkur. Gagnrýni Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur: Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Mál og menningGunnar Helgason hefur nú sent frá sér síðustu bókina í seríunni um Þróttarann og fótboltakempuna Jón Jónsson. Þessi ber titilinn Gula spjaldið í Gautaborg og gefur fyrri bókunum ekkert eftir. Bækurnar segja frá vinahóp ungra drengja úr Vogaskóla sem æfa fótbolta með Þrótti. Boltinn er þeirra helsta áhugamál þótt stelpur (og strákar, hjá þeim sem hallast í þá átt) skipi sífellt stærri sess. Í þessari bók heldur liðið til Gautaborgar að keppa á Gothia Cup. Nonni er fyrirliðinn og eiginlega að sligast undan ábyrgðinni, en hann er líka dálítið kvíðinn fyrir ferðinni því hann dreymdi svolítið og reynslan segir honum að taka mark á draumum sínum. Í Gautaborg bíða spennandi ævintýri. Bókin er, eins og fyrri bækurnar, brjálæðislega hress. Sögumaður talar í fyrstu persónu og lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé að segja ferðasöguna eftir á, því stundum segir hann hluti eins og „en það átti nú aldeilis eftir að breytast“, sem býr til spennu og er yfirleitt mjög fyndið. Hann er temmilega seinheppinn í stelpumálum, hann Nonni, og höfundi tekst vel að draga fram þær senur á húmorískan hátt. Og bókin er mjög fyndin. Ég hló oft upphátt og það er ein sena í bókinni sem ég las upphátt fyrir alla sem vildu heyra. Og hló meðan ég las.gunnar helgasonGunnar Helgason fjallar í bókunum um alvarleg málefni í bland við hversdagsleikann. Stór vandamál spinnast saman við smávægileg, bara eins og í lífinu, og það er vel gert. Og saman við þetta allt blandast svo nákvæmar leiklýsingar af fótboltaleikjunum, ég viðurkenni að ég skautaði hratt í gegnum þær, einfaldlega sökum skorts á fótboltaáhuga. Aftur á móti ímynda ég mér að bróðursynir mínir (sem bíða æsispenntir eftir að fá að lesa bókina) muni lesa þær með áfergju. Rán Flygenring á heiðurinn af frábærum myndlýsingum, líkt og í fyrri bókunum. Ég fletti til dæmis ítrekað fram til að skoða andlitsmyndirnar af söguhetjunum. Alveg frábærar og í takt við húmorinn í bókinni.Niðurstaða: Stórskemmtileg og spennandi bók, sem tekur á stórum, mikilvægum málefnum í bland við smærri. Bók fyrir stráka og stelpur. Og gamlar frænkur.
Gagnrýni Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið