Berjalitir á vörum - Tvö dæmi um jólaförðun 12. desember 2014 14:30 Unnur fyrir og eftir förðun. Systurnar Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra Arnarsdætur halda úti blogginu XOXO þar sem þær skrifa um hugðarefni sín. Þær Unnur og Margrét eru báðar förðunarfræðingar að mennt og þær sýna hér og segja frá tveimur ólíkum jólaförðunum sem eru samkvæmt tískunni. Förðun Unnar, sem er á myndinni hér fyrir ofan, er látlaus en förðun Margrétar er örlítið ýktari. „Svokallaðir málmlitir (metallic), gylltir, silfur og kopar eru í tísku núna sem er skemmtilegt af því að þeir eru líka jólalegir,“ segir Margrét. „Á varir eru berjalitir í tísku auk þess sem rauður er alltaf jólalegur. Núna er hægt að leika sér aðeins með berjalitina af því að þeir eru inn í dag,“ útskýrir Unnur.Látlausari förðun UnnarÁ augun er notaður silfur- og kampavínslitaður augnskuggi ásamt fjólubláum til að skyggja.Engin gerviaugnhár eru í þessari förðun en maskari og augnblýantur látnir duga.Sólarpúður og mildur bleikur kinnalitur er sett fallega á en varaliturinn er nokkuð áberandi, dökkfjólublár með smá rauðbleikum tóni.Margrét fyrir og eftir förðun.Ýktari förðun MargrétarÁ augum er bronsgylltur og ryðlitur augnskuggi. Ryðliti augnskugginn er settur á augnlokið og dreginn út augnlokið með gyllta litnum.Svo er mattur, brúnn litur notaður til að skyggja. Augnblýanturinn er ekki mikill því augnskugginn er áberandi.Svo eru notuð gerviaugnhár og maskari, kinnalitur og sólarpúður. Varaliturinn er rauður. Unnur segir að það séu í raun engar reglur í förðun, það skipti meira máli hvað fari hverri og einni. „Konur eru almennt meira að fara eitthvað út fyrir jólin og mála sig þar af leiðandi meira þá. Það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvernig passar að mála sig. Þegar leiðin liggur í fjölskylduboð mála konur sig yfirleitt settlegar heldur en þegar þær fara á djammið. En svo á fólk bara að gera það sem því finnst flott og er sátt við.“ Þær systur mæla með því að ef konum finnst þær alltaf mála sig eins að prófa að mála sig heima á virku kvöldi þegar ekkert er í gangi. „Það er um að gera að fara út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt og sjá hvernig það kemur út.“Systurnar eru saman með síðuna XOXO þar sem þær skrifa um förðun og tísku. Jólafréttir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Systurnar Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra Arnarsdætur halda úti blogginu XOXO þar sem þær skrifa um hugðarefni sín. Þær Unnur og Margrét eru báðar förðunarfræðingar að mennt og þær sýna hér og segja frá tveimur ólíkum jólaförðunum sem eru samkvæmt tískunni. Förðun Unnar, sem er á myndinni hér fyrir ofan, er látlaus en förðun Margrétar er örlítið ýktari. „Svokallaðir málmlitir (metallic), gylltir, silfur og kopar eru í tísku núna sem er skemmtilegt af því að þeir eru líka jólalegir,“ segir Margrét. „Á varir eru berjalitir í tísku auk þess sem rauður er alltaf jólalegur. Núna er hægt að leika sér aðeins með berjalitina af því að þeir eru inn í dag,“ útskýrir Unnur.Látlausari förðun UnnarÁ augun er notaður silfur- og kampavínslitaður augnskuggi ásamt fjólubláum til að skyggja.Engin gerviaugnhár eru í þessari förðun en maskari og augnblýantur látnir duga.Sólarpúður og mildur bleikur kinnalitur er sett fallega á en varaliturinn er nokkuð áberandi, dökkfjólublár með smá rauðbleikum tóni.Margrét fyrir og eftir förðun.Ýktari förðun MargrétarÁ augum er bronsgylltur og ryðlitur augnskuggi. Ryðliti augnskugginn er settur á augnlokið og dreginn út augnlokið með gyllta litnum.Svo er mattur, brúnn litur notaður til að skyggja. Augnblýanturinn er ekki mikill því augnskugginn er áberandi.Svo eru notuð gerviaugnhár og maskari, kinnalitur og sólarpúður. Varaliturinn er rauður. Unnur segir að það séu í raun engar reglur í förðun, það skipti meira máli hvað fari hverri og einni. „Konur eru almennt meira að fara eitthvað út fyrir jólin og mála sig þar af leiðandi meira þá. Það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvernig passar að mála sig. Þegar leiðin liggur í fjölskylduboð mála konur sig yfirleitt settlegar heldur en þegar þær fara á djammið. En svo á fólk bara að gera það sem því finnst flott og er sátt við.“ Þær systur mæla með því að ef konum finnst þær alltaf mála sig eins að prófa að mála sig heima á virku kvöldi þegar ekkert er í gangi. „Það er um að gera að fara út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt og sjá hvernig það kemur út.“Systurnar eru saman með síðuna XOXO þar sem þær skrifa um förðun og tísku.
Jólafréttir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira