Viltu ekki vera með? Björn Teitsson skrifar 26. nóvember 2014 12:00 Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson eru meðlimir Grísalappalísu. Tónlist Rökrétt framhald Grísalappalísa 12 Tónar Rökrétt framhald er önnur breiðskífa Grísalappalísu en fyrsta skífan, Ali, féll nokkuð í skugga framúrskarandi frammistöðu hljómsveitarinnar á fjölmörgum tónleikum undanfarin misseri, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Var sveitin til að mynda mesta uppáhald David Fricke, ritstjóra Rolling Stone-tímaritsins, á nýafstaðinni Airwaves-hátíð, sem kemur ef til vill ekki á óvart ef tekið er tillit til standpínunnar sem Hr. Fricke hefur haft yfir Gunnari Ragnarssyni söngvara, allt frá tímum Jakobínarínu. En hei, það er ekkert nema skiljanlegt. Tónlist, og sérstaklega tónleikar, Grísalappalísu er hlaðin óútskýranlegri orku, mystískri og kynferðislegri. Fyrsta lagið á plötunni er einmitt stútfullt af hómóerótískri ást í samfaratakti, „Sambýlismannablús“. Grátbroslegur textinn segir frá brothættu en jafnframt fallegu sambandi tveggja karlmanna sem gefur tóninn fyrir skífuna alla, sem er glettinn óður til djammsins og Reykjavíkurborgar – sem allir vilja flýja að lokum, þótt flóttinn geti verið fullur af ævintýrum. „Allt má (má út) II: Íslands er lag“ er af sama meiði, inniheldur línurnar „ég dreg létt andann / drekk landann / sef út og snúsa vandann“. Yndislegt! Það má einnig sérstaklega minnast á trommur og slagverk í laginu. Greinilegum áhrifum þýsku krautrokksveitinnar Can er vel komið til skila og engu líkara en Jaki Liebezeit sé sjálfur að (mjúklega) lemja húðirnar.Lagið „ABC“ sýnir breidd sveitarinnar þegar hún bregður sér í ska-gír; partíið er að byrja, ástin liggur í loftinu og þér er boðið að vera með, því allt getur skeð. Hér með er mælt með því að sem flestir þekkist boðið, ekki síst þar sem næsta lag, „Flýja“, er hreint út sagt meistaraverk. Flótti frá Reykjavík og gljálífi hennar er uppistaða textans en galdurinn er hvernig flóttinn dansar við taktinn, við melódíuna, einhvers konar Neu!-leg Hallagallo-veisla. Það er eins og setið sé í bíl sem er á leið út í buskann á þýskri hraðbraut; Bílferðin endalaus, taktföst, fábreytt og stórbrotin á sama tíma, hæg jafnt sem hröð. Þá eru ónefndar strengjaútsetningarnar í seinni hluta lagsins sem eru á við frambærilegustu spretti L'histoire de Melody Nelson eftir Gainsbourg. Þetta er lag sem menntaskólanemendur framtíðarinnar eiga eftir að „uppgötva“ kynslóð eftir kynslóð. Bravó! Í næstu lögum kemur þriðja þemað nánar í ljós, sem er ástin. Póstmódernísk, brotin frá upphafi, lituð af tilfinningum sem gátu ekki enst, minningum sem hurfu, eða aldrei urðu. Þetta er sérstaklega áberandi í laginu „Vonin blíð“ sem er melódískt og fallegt en það er texti Baldurs Baldurssonar sem grípur hlustandann. Nú hefur flóttinn frá Reykjavík verið fullkomnaður, sólarströndin blasir við: „Campari sólsetur / við völdum okkur leið – áfram / en drógumst aftur úr,“ einlægar línur um ást sem er að renna úr greipum elskendanna. Rökrétt framhald er rökrétt framhald. Grísalappalísa sýnir meiri breidd en á fyrri plötu og vopnabúr sveitarinnar er spikfeitt. Krafturinn sem einkennir sveitina á tónleikum kemst vel til skila án þess að dregið sé úr mikilvægi þess fyrir tónlistarperra að berja hana augum. Skífan er ekki gallalaus en hæstu punktar hennar eru á við það besta í íslenskri tónlistarsögu. Niðurstaða: Rökrétt framhald er rökrétt framhald. Hæstu punktar skífunnar eru með því besta í íslenskri tónlistarsögu. Gagnrýni Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Rökrétt framhald Grísalappalísa 12 Tónar Rökrétt framhald er önnur breiðskífa Grísalappalísu en fyrsta skífan, Ali, féll nokkuð í skugga framúrskarandi frammistöðu hljómsveitarinnar á fjölmörgum tónleikum undanfarin misseri, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Var sveitin til að mynda mesta uppáhald David Fricke, ritstjóra Rolling Stone-tímaritsins, á nýafstaðinni Airwaves-hátíð, sem kemur ef til vill ekki á óvart ef tekið er tillit til standpínunnar sem Hr. Fricke hefur haft yfir Gunnari Ragnarssyni söngvara, allt frá tímum Jakobínarínu. En hei, það er ekkert nema skiljanlegt. Tónlist, og sérstaklega tónleikar, Grísalappalísu er hlaðin óútskýranlegri orku, mystískri og kynferðislegri. Fyrsta lagið á plötunni er einmitt stútfullt af hómóerótískri ást í samfaratakti, „Sambýlismannablús“. Grátbroslegur textinn segir frá brothættu en jafnframt fallegu sambandi tveggja karlmanna sem gefur tóninn fyrir skífuna alla, sem er glettinn óður til djammsins og Reykjavíkurborgar – sem allir vilja flýja að lokum, þótt flóttinn geti verið fullur af ævintýrum. „Allt má (má út) II: Íslands er lag“ er af sama meiði, inniheldur línurnar „ég dreg létt andann / drekk landann / sef út og snúsa vandann“. Yndislegt! Það má einnig sérstaklega minnast á trommur og slagverk í laginu. Greinilegum áhrifum þýsku krautrokksveitinnar Can er vel komið til skila og engu líkara en Jaki Liebezeit sé sjálfur að (mjúklega) lemja húðirnar.Lagið „ABC“ sýnir breidd sveitarinnar þegar hún bregður sér í ska-gír; partíið er að byrja, ástin liggur í loftinu og þér er boðið að vera með, því allt getur skeð. Hér með er mælt með því að sem flestir þekkist boðið, ekki síst þar sem næsta lag, „Flýja“, er hreint út sagt meistaraverk. Flótti frá Reykjavík og gljálífi hennar er uppistaða textans en galdurinn er hvernig flóttinn dansar við taktinn, við melódíuna, einhvers konar Neu!-leg Hallagallo-veisla. Það er eins og setið sé í bíl sem er á leið út í buskann á þýskri hraðbraut; Bílferðin endalaus, taktföst, fábreytt og stórbrotin á sama tíma, hæg jafnt sem hröð. Þá eru ónefndar strengjaútsetningarnar í seinni hluta lagsins sem eru á við frambærilegustu spretti L'histoire de Melody Nelson eftir Gainsbourg. Þetta er lag sem menntaskólanemendur framtíðarinnar eiga eftir að „uppgötva“ kynslóð eftir kynslóð. Bravó! Í næstu lögum kemur þriðja þemað nánar í ljós, sem er ástin. Póstmódernísk, brotin frá upphafi, lituð af tilfinningum sem gátu ekki enst, minningum sem hurfu, eða aldrei urðu. Þetta er sérstaklega áberandi í laginu „Vonin blíð“ sem er melódískt og fallegt en það er texti Baldurs Baldurssonar sem grípur hlustandann. Nú hefur flóttinn frá Reykjavík verið fullkomnaður, sólarströndin blasir við: „Campari sólsetur / við völdum okkur leið – áfram / en drógumst aftur úr,“ einlægar línur um ást sem er að renna úr greipum elskendanna. Rökrétt framhald er rökrétt framhald. Grísalappalísa sýnir meiri breidd en á fyrri plötu og vopnabúr sveitarinnar er spikfeitt. Krafturinn sem einkennir sveitina á tónleikum kemst vel til skila án þess að dregið sé úr mikilvægi þess fyrir tónlistarperra að berja hana augum. Skífan er ekki gallalaus en hæstu punktar hennar eru á við það besta í íslenskri tónlistarsögu. Niðurstaða: Rökrétt framhald er rökrétt framhald. Hæstu punktar skífunnar eru með því besta í íslenskri tónlistarsögu.
Gagnrýni Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira