Leikreglur eru fyrir plebba Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Þegar ég geng eftir verslunargötunni í hverfinu mínu hér í London líður mér alltaf eins og ég tipli um siðferðilegt jarðsprengjusvæði – á hverri stundu getur sprengja sprungið sem tætir í mér samviskuna. Þau fara ekki fram hjá manni, þau eru yfirleitt klædd í skærgul vesti, svona eins og mótorhjólalöggan og götusópararnir. Þegar ég sé þau gef ég í og forðast augnsamband. „Hæ.“ Ég reyni að komast fram hjá en vestið stígur í veg fyrir mig. „Finnst þér hræðilegt að til séu börn sem fá ekkert að borða?“ „Eh, um…“ „Stundar þú endurvinnslu? Þykir þér vænt um dýr? Hefurðu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum?“ „Sorrí, ég bara hef ekki tíma í þetta.“ Ég finn hvernig fordæmingin borast inn í hnakkann á mér þar sem ég geng í burtu. Vestisklæddu siðferðissprengjurnar eru útsendarar hjálparsamtaka – Amnesty, Greenpeace – sem sitja fyrir fólki á förnum vegi um alla London. Ef maður léði þeim öllum eyra kæmist maður aldrei leiðar sinnar. En það er ekki þar með sagt að ég kveljist ekki yfir eigin kaldlyndi það sem eftir er dags er ég hunsa beiðnir um að fæða sveltandi barn eða bjarga hnignandi plánetu. Það kemur hins vegar í ljós að hræsni leynist á ótrúlegustu stöðum.Fitugt hár og heilagleiki Í sumar bárust fréttir af því að einn æðstu stjórnenda Greenpeace ferðaðist í vinnuna – trommusláttur … nei, ekki gangandi, ekki með almenningssamgöngum, ekki á hjóli. Pascal Husting, yfirmaður alþjóðadeildar Grænfriðunga, ferðast í vinnuna með flugvél. Grænfriðungar fordæma flugsamgöngur harðlega en á heimasíðu þeirra segir að „flug sé ein helsta ástæða þess að við erum að tapa baráttunni við gróðurhúsaáhrifin“. Það er vel hægt að taka lest milli Lúxemborgar og Amsterdam eins og Grænfriðungar hvetja fólk til að gera frekar en að fljúga. En það er ekki sama Jón og séra Jón. Husting sagði lestina of tímafreka fyrir sig. Næst þegar ég var stöðvuð úti á götu af Grænfriðungi með dredda og yfirlætisglott þurfti ég að hafa mig alla við að læsa ekki klónum í fitugt hárið á honum og má heilagleikann framan úr honum með hnefanum.Svamlað í hræsni „Gerið ekki það sem ég geri heldur það sem ég segi,“ virðist algengt viðkvæði hjá hvers kyns forystusauðum. Er það síður en svo nýtt af nálinni. Á sama tíma og Grænfriðungurinn Husting svamlaði í eigin hræsni eins og ósynt barn var sýnd heimildarmynd í bresku sjónvarpi sem varpaði nýju ljósi á annan skúrk. Um var að ræða einn mesta skúrk sögunnar, Adolf Hitler. Stórfelld illvirki Hitlers hefðu aldrei komist til framkvæmda ef ekki hefði verið fyrir þýskt skattfé. En lagði Hitler sitt af mörkum? Nei. Hitler kærði sig ekki um að borga skatt. Skjöl sýna að hann rakaði saman auði sem hann faldi fyrir þýsku þjóðinni í svissneskum bönkum. Sagnfræðingar tóku sig nýverið til og þefuðu uppi hin týndu auðæfi einræðisherrans. Komust þeir að því að Hitler hafði tekist að skjóta undan 1,1 milljón ríkismarka eða 700 milljörðum króna að núvirði.Tvískipt veröld Eins og frægt er orðið birtist í fjölmiðli í síðustu viku viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, undir fyrirsögninni: „Þjóðin læri af lekamálinu“. Lærdómurinn var þó ekki sá sem maður hefði haldið. Hann laut ekki að mikilvægi þess að allir fari að lögum og almennum leikreglum. Hann var heldur ekki mikilvægi þess að mannréttindi væru virt eða að ráðamenn og aðstoðarmenn þeirra misnotuðu ekki aðstöðu sína og vald. Ég sá fyrir nokkrum árum ónefndan íslenskan ráðherra dómsmála og löggæslu tala í farsíma undir stýri eins og ekkert væri eðlilegra. Uppátækið fangar inntak þess lærdóms sem Sigmundur Davíð vill að við lærum af lekamálinu. „Hanna Birna hefur þurft að þola mjög mikið,“ sagði forsætisráðherra. „Það hefur reyndar verið alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað komið hefur verið fram af mikilli grimmd gagnvart Hönnu Birnu.“ Rétt eins og aðal Grænfriðungurinn pælir ekki í kolefnisfótspori sínu og Hitler borgaði ekki skatta er lærdómurinn af lekamálinu samkvæmt forsætisráðherra þessi: Það er bara sauðsvartur almúginn sem þarf að fara að reglum. Plebbarnir. Þau sem eru eitthvert númer, áhrifafólk, þau sem leggja línurnar, búa til leikreglurnar eða setja lögin eru undanskilin. Þeir sem voga sér að halda öðru fram í ræðu eða riti eiga einfaldlega að halda kjafti. Veröldin skiptist í tvennt. Veröldin er við og þau. Við förum með dósir í Sorpu á hjóli, þau spúa yfir okkur flugvélakoltvísýringi á dagpeningum. Við borgum skatt, þau fá sér góðan endurskoðanda. Við borgum af skuldum, þau fá niðurfellt. Við tökum afleiðingum gjörða okkar, þau mála sig sem fórnarlömb. Er það furða að fólk sé komið með nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Þegar ég geng eftir verslunargötunni í hverfinu mínu hér í London líður mér alltaf eins og ég tipli um siðferðilegt jarðsprengjusvæði – á hverri stundu getur sprengja sprungið sem tætir í mér samviskuna. Þau fara ekki fram hjá manni, þau eru yfirleitt klædd í skærgul vesti, svona eins og mótorhjólalöggan og götusópararnir. Þegar ég sé þau gef ég í og forðast augnsamband. „Hæ.“ Ég reyni að komast fram hjá en vestið stígur í veg fyrir mig. „Finnst þér hræðilegt að til séu börn sem fá ekkert að borða?“ „Eh, um…“ „Stundar þú endurvinnslu? Þykir þér vænt um dýr? Hefurðu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum?“ „Sorrí, ég bara hef ekki tíma í þetta.“ Ég finn hvernig fordæmingin borast inn í hnakkann á mér þar sem ég geng í burtu. Vestisklæddu siðferðissprengjurnar eru útsendarar hjálparsamtaka – Amnesty, Greenpeace – sem sitja fyrir fólki á förnum vegi um alla London. Ef maður léði þeim öllum eyra kæmist maður aldrei leiðar sinnar. En það er ekki þar með sagt að ég kveljist ekki yfir eigin kaldlyndi það sem eftir er dags er ég hunsa beiðnir um að fæða sveltandi barn eða bjarga hnignandi plánetu. Það kemur hins vegar í ljós að hræsni leynist á ótrúlegustu stöðum.Fitugt hár og heilagleiki Í sumar bárust fréttir af því að einn æðstu stjórnenda Greenpeace ferðaðist í vinnuna – trommusláttur … nei, ekki gangandi, ekki með almenningssamgöngum, ekki á hjóli. Pascal Husting, yfirmaður alþjóðadeildar Grænfriðunga, ferðast í vinnuna með flugvél. Grænfriðungar fordæma flugsamgöngur harðlega en á heimasíðu þeirra segir að „flug sé ein helsta ástæða þess að við erum að tapa baráttunni við gróðurhúsaáhrifin“. Það er vel hægt að taka lest milli Lúxemborgar og Amsterdam eins og Grænfriðungar hvetja fólk til að gera frekar en að fljúga. En það er ekki sama Jón og séra Jón. Husting sagði lestina of tímafreka fyrir sig. Næst þegar ég var stöðvuð úti á götu af Grænfriðungi með dredda og yfirlætisglott þurfti ég að hafa mig alla við að læsa ekki klónum í fitugt hárið á honum og má heilagleikann framan úr honum með hnefanum.Svamlað í hræsni „Gerið ekki það sem ég geri heldur það sem ég segi,“ virðist algengt viðkvæði hjá hvers kyns forystusauðum. Er það síður en svo nýtt af nálinni. Á sama tíma og Grænfriðungurinn Husting svamlaði í eigin hræsni eins og ósynt barn var sýnd heimildarmynd í bresku sjónvarpi sem varpaði nýju ljósi á annan skúrk. Um var að ræða einn mesta skúrk sögunnar, Adolf Hitler. Stórfelld illvirki Hitlers hefðu aldrei komist til framkvæmda ef ekki hefði verið fyrir þýskt skattfé. En lagði Hitler sitt af mörkum? Nei. Hitler kærði sig ekki um að borga skatt. Skjöl sýna að hann rakaði saman auði sem hann faldi fyrir þýsku þjóðinni í svissneskum bönkum. Sagnfræðingar tóku sig nýverið til og þefuðu uppi hin týndu auðæfi einræðisherrans. Komust þeir að því að Hitler hafði tekist að skjóta undan 1,1 milljón ríkismarka eða 700 milljörðum króna að núvirði.Tvískipt veröld Eins og frægt er orðið birtist í fjölmiðli í síðustu viku viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, undir fyrirsögninni: „Þjóðin læri af lekamálinu“. Lærdómurinn var þó ekki sá sem maður hefði haldið. Hann laut ekki að mikilvægi þess að allir fari að lögum og almennum leikreglum. Hann var heldur ekki mikilvægi þess að mannréttindi væru virt eða að ráðamenn og aðstoðarmenn þeirra misnotuðu ekki aðstöðu sína og vald. Ég sá fyrir nokkrum árum ónefndan íslenskan ráðherra dómsmála og löggæslu tala í farsíma undir stýri eins og ekkert væri eðlilegra. Uppátækið fangar inntak þess lærdóms sem Sigmundur Davíð vill að við lærum af lekamálinu. „Hanna Birna hefur þurft að þola mjög mikið,“ sagði forsætisráðherra. „Það hefur reyndar verið alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað komið hefur verið fram af mikilli grimmd gagnvart Hönnu Birnu.“ Rétt eins og aðal Grænfriðungurinn pælir ekki í kolefnisfótspori sínu og Hitler borgaði ekki skatta er lærdómurinn af lekamálinu samkvæmt forsætisráðherra þessi: Það er bara sauðsvartur almúginn sem þarf að fara að reglum. Plebbarnir. Þau sem eru eitthvert númer, áhrifafólk, þau sem leggja línurnar, búa til leikreglurnar eða setja lögin eru undanskilin. Þeir sem voga sér að halda öðru fram í ræðu eða riti eiga einfaldlega að halda kjafti. Veröldin skiptist í tvennt. Veröldin er við og þau. Við förum með dósir í Sorpu á hjóli, þau spúa yfir okkur flugvélakoltvísýringi á dagpeningum. Við borgum skatt, þau fá sér góðan endurskoðanda. Við borgum af skuldum, þau fá niðurfellt. Við tökum afleiðingum gjörða okkar, þau mála sig sem fórnarlömb. Er það furða að fólk sé komið með nóg?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun