Ekki láta þau í friði! Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 10:06 Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að stjörnuhjónin Beyoncé og Jay Z eru á Íslandi. Fjölmiðlar keppast um að ná myndum af parinu og fylgjast með hverju fótspori þeirra enda ekki á hverjum degi sem stjörnur af þessu kaliberi heimsækja land og þjóð. Og af hverju keppast fjölmiðlar við að segja fréttir af þessu fólki? Jú, því pöpullinn vill lesa þær. Og þar er ég meðtalin. Ég hef sjúklegan áhuga á frægu fólki. Ég safnaði einu sinni stjörnumyndum, það er að segja myndum af mér með fræga fólkinu. Í þeim bunka eru mörg stórmenni en engin stjarna jafn skær og Beyoncé og Jay Z. Því gæfi ég annan handlegginn fyrir að stilla mér upp á milli þeirra með taugaveiklað bros á andlitinu. Og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. En það er asnalegt að hafa áhuga á frægu fólki. Það er lúðalegt. Og fyrst og fremst er það frekt. Maður á víst að láta þetta blessaða fólk í friði. Alls ekki sýna því áhuga. Og ef maður sér það á maður ekki að sýna nein svipbrigði, ekki munda myndavélina eins og um byssueinvígi sé að ræða og alls, alls, alls ekki segja nokkrum lifandi manni frá því að maður hafi hitt það! Ég hef áhyggjur af Íslendingum. Viðbrögðin við þessum fréttaflaumi af hjónunum hafa verið svo sjúkleg að ég er hrædd. Hrædd um að við eigum okkur enga von. Hrædd um að við eigum eftir að rotna á þessu skeri. Hrædd um að við eigum ekki eftir að taka eftir því hvað við erum orðin leiðinleg og aumkunarverð því við erum alltaf að heyja baráttu annarra. Taka upp hanskann fyrir fólk sem getur vel tekið hann upp sjálft. Má ég ekki bara velta mér upp úr Jay og Bey? Það veitir mér allavega smá ánægju. Og trúið mér – fólk sem velur sér þetta starf, lifir lifi sínu í sviðsljósinu, fækkar fötum í tónlistarmyndböndum og þénar sinn pening því það á skrilljónir aðdáenda, vill alls ekki vera látið í friði. Það sem þetta fólk óttast mest er að einhver gleymi því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun
Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að stjörnuhjónin Beyoncé og Jay Z eru á Íslandi. Fjölmiðlar keppast um að ná myndum af parinu og fylgjast með hverju fótspori þeirra enda ekki á hverjum degi sem stjörnur af þessu kaliberi heimsækja land og þjóð. Og af hverju keppast fjölmiðlar við að segja fréttir af þessu fólki? Jú, því pöpullinn vill lesa þær. Og þar er ég meðtalin. Ég hef sjúklegan áhuga á frægu fólki. Ég safnaði einu sinni stjörnumyndum, það er að segja myndum af mér með fræga fólkinu. Í þeim bunka eru mörg stórmenni en engin stjarna jafn skær og Beyoncé og Jay Z. Því gæfi ég annan handlegginn fyrir að stilla mér upp á milli þeirra með taugaveiklað bros á andlitinu. Og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. En það er asnalegt að hafa áhuga á frægu fólki. Það er lúðalegt. Og fyrst og fremst er það frekt. Maður á víst að láta þetta blessaða fólk í friði. Alls ekki sýna því áhuga. Og ef maður sér það á maður ekki að sýna nein svipbrigði, ekki munda myndavélina eins og um byssueinvígi sé að ræða og alls, alls, alls ekki segja nokkrum lifandi manni frá því að maður hafi hitt það! Ég hef áhyggjur af Íslendingum. Viðbrögðin við þessum fréttaflaumi af hjónunum hafa verið svo sjúkleg að ég er hrædd. Hrædd um að við eigum okkur enga von. Hrædd um að við eigum eftir að rotna á þessu skeri. Hrædd um að við eigum ekki eftir að taka eftir því hvað við erum orðin leiðinleg og aumkunarverð því við erum alltaf að heyja baráttu annarra. Taka upp hanskann fyrir fólk sem getur vel tekið hann upp sjálft. Má ég ekki bara velta mér upp úr Jay og Bey? Það veitir mér allavega smá ánægju. Og trúið mér – fólk sem velur sér þetta starf, lifir lifi sínu í sviðsljósinu, fækkar fötum í tónlistarmyndböndum og þénar sinn pening því það á skrilljónir aðdáenda, vill alls ekki vera látið í friði. Það sem þetta fólk óttast mest er að einhver gleymi því.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun