Forboðin freisting 6. desember 2014 14:00 Anna Brynja er lítið fyrir sætindi en fær sér stundum góðan bjór í staðinn. Vísir/Valli Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip. Jólamatur Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip.
Jólamatur Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp