Úrslitaleikur fyrir Liverpool á Anfield í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Gerrard og félagar verða að fá þrjá punkta í kvöld. vísir/getty Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira