Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2014 10:45 Framræst land Landið grær með tímanum en skilvirkasta aðferðin er að fylla skurðina aftur í heild sinni. Vísir/jón guðmundsson Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd. Loftslagsmál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd.
Loftslagsmál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sjá meira