Framsóknarmenn í kaupstaðarferð Sigurjón M. Egilsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Eftir að hafa verið utan ríkisstjórnar í sex ár fékk Framsóknarflokkurinn óvenju mikið fylgi í kosningunum 2013. Slíkt fylgi er fátítt hjá flokknum, einkum á síðustu áratugum, og þetta fleytti flokknum til forystu í íslenskum stjórnmálum. Forsætisráðuneytið varð þeirra. Það er ekki lítið. Engum dylst hver fer með völdin. Og til hvers er að hafa völd og nýta þau ekki? Það kunna framsóknarmenn og forysta flokksins er búin að sýna flokksmönnum hvað ber að gera, meðan valdið er þeirra. Um mitt Norðurland er staða Framsóknarflokksins einatt sterk. Sterkari en víðast. Hana skal gera sterkari og hvernig er best að gera það? Skapa nýtt, láta til sín taka í framsækni, í framsókn? Nei, taka það sem liggur fyrir fótum þeirra. Ríkisins eigur. Margt hefur gerst. Byrjum á varaformanninum, Sigurði Inga Jóhannssyni. Hann einn ákvað að rífa Fiskistofu upp með rótum og færa hana með húð og hári til Akureyrar. Hann hefur dregið ögn í land og segir nú hluta Fiskistofu eiga að fara norður, restin verði áfram í Hafnarfirði. Frægar eru hraðpeningafyrirgreiðslur forsætisráðherrans, sem mestar voru í hans kjördæmi, og nú vill gjörvallur þingflokkur Framsóknarflokksins svipta Reykvíkinga valdi til að ráða sínu skipulagi, og til þess á að koma lögum í gegnum Alþingi. Þingið er jú þeirra. Halda mætti að fólkið geri ekki ráð fyrir að komast í svona feitt á næstu árum og vilji því láta til sín taka. Þeim er því vorkunn, framsóknarmönnunum sem voru skipaðir í það sem kallað er norðvesturnefnd flokksins. Þeir horfa á fordæmin, þar sem forystufólk flokksins hefur sýnt að það tekur það sem það langar til, hirðir ekkert um kostnaðinn. Hann er ekki þeirra, hann er þjóðarinnar. Norðvesturnefndarmönnum var gert að fara í kaupstaðarferð, fara til hinnar vondu höfuðborgar, og taka þar það sem hugurinn girntist. Eðlilega komu þeir heim með barmafulla innkaupakerru. Nú er Reykjavík sem opin kjörbúð og þar tekur hver það sem hann langar, allt í nafni byggðastefnu. Miðað við fordæmin má kannski segja að nefndarmönnunum sé ekki alls varnað. Þegar skoðað var í innkaupakerruna kom fyrst í ljós Rarik sem nefndarmenn sjá fyrir sér á Sauðárkróki, í næsta nágrenni við Byggðastofnun og Kaupfélagið sjálft, já, og svo vilja þeir meira líf í höfnina og komu með hálfa Landhelgisgæsluna, það er skipahlutann, og hann á að verða á Sauðárkróki, hið minnsta meðan flokkurinn er í ríkisstjórn, meðan flokkurinn ræður. Í innkaupakerrunni var líka drjúgur hluti Vinnumálastofnunar, gagnaver og fleira. Kannski má hrósa nefndarmönnum fyrir að ætlast ekki til meira en þess sem þeir þó settu í körfuna. Framsóknarmenn annars staðar á landinu vilja sínar kaupstaðaferðir. Ísland hefur verið annálað fyrir að hafa ekki byggðastefnu. Er þá búið að taka hana upp, kjörbúðarkerfið? Má ekki gera betur? Skapa nýtt, en ekki bara taka og hreyfa frá einum stað til annars. Og mun þá næsta ríkisstjórn vinna í hina áttina, færa allt til fyrra horfs. Þetta getur ekki gengið svona. Gerum betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Eftir að hafa verið utan ríkisstjórnar í sex ár fékk Framsóknarflokkurinn óvenju mikið fylgi í kosningunum 2013. Slíkt fylgi er fátítt hjá flokknum, einkum á síðustu áratugum, og þetta fleytti flokknum til forystu í íslenskum stjórnmálum. Forsætisráðuneytið varð þeirra. Það er ekki lítið. Engum dylst hver fer með völdin. Og til hvers er að hafa völd og nýta þau ekki? Það kunna framsóknarmenn og forysta flokksins er búin að sýna flokksmönnum hvað ber að gera, meðan valdið er þeirra. Um mitt Norðurland er staða Framsóknarflokksins einatt sterk. Sterkari en víðast. Hana skal gera sterkari og hvernig er best að gera það? Skapa nýtt, láta til sín taka í framsækni, í framsókn? Nei, taka það sem liggur fyrir fótum þeirra. Ríkisins eigur. Margt hefur gerst. Byrjum á varaformanninum, Sigurði Inga Jóhannssyni. Hann einn ákvað að rífa Fiskistofu upp með rótum og færa hana með húð og hári til Akureyrar. Hann hefur dregið ögn í land og segir nú hluta Fiskistofu eiga að fara norður, restin verði áfram í Hafnarfirði. Frægar eru hraðpeningafyrirgreiðslur forsætisráðherrans, sem mestar voru í hans kjördæmi, og nú vill gjörvallur þingflokkur Framsóknarflokksins svipta Reykvíkinga valdi til að ráða sínu skipulagi, og til þess á að koma lögum í gegnum Alþingi. Þingið er jú þeirra. Halda mætti að fólkið geri ekki ráð fyrir að komast í svona feitt á næstu árum og vilji því láta til sín taka. Þeim er því vorkunn, framsóknarmönnunum sem voru skipaðir í það sem kallað er norðvesturnefnd flokksins. Þeir horfa á fordæmin, þar sem forystufólk flokksins hefur sýnt að það tekur það sem það langar til, hirðir ekkert um kostnaðinn. Hann er ekki þeirra, hann er þjóðarinnar. Norðvesturnefndarmönnum var gert að fara í kaupstaðarferð, fara til hinnar vondu höfuðborgar, og taka þar það sem hugurinn girntist. Eðlilega komu þeir heim með barmafulla innkaupakerru. Nú er Reykjavík sem opin kjörbúð og þar tekur hver það sem hann langar, allt í nafni byggðastefnu. Miðað við fordæmin má kannski segja að nefndarmönnunum sé ekki alls varnað. Þegar skoðað var í innkaupakerruna kom fyrst í ljós Rarik sem nefndarmenn sjá fyrir sér á Sauðárkróki, í næsta nágrenni við Byggðastofnun og Kaupfélagið sjálft, já, og svo vilja þeir meira líf í höfnina og komu með hálfa Landhelgisgæsluna, það er skipahlutann, og hann á að verða á Sauðárkróki, hið minnsta meðan flokkurinn er í ríkisstjórn, meðan flokkurinn ræður. Í innkaupakerrunni var líka drjúgur hluti Vinnumálastofnunar, gagnaver og fleira. Kannski má hrósa nefndarmönnum fyrir að ætlast ekki til meira en þess sem þeir þó settu í körfuna. Framsóknarmenn annars staðar á landinu vilja sínar kaupstaðaferðir. Ísland hefur verið annálað fyrir að hafa ekki byggðastefnu. Er þá búið að taka hana upp, kjörbúðarkerfið? Má ekki gera betur? Skapa nýtt, en ekki bara taka og hreyfa frá einum stað til annars. Og mun þá næsta ríkisstjórn vinna í hina áttina, færa allt til fyrra horfs. Þetta getur ekki gengið svona. Gerum betur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun