Hvernig huggar maður sturlaða konu? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2014 07:00 Fyrir ekki svo löngu síðan fékk ég að vita að ég bæri barn undir belti. Sem var satt best að segja mikið áfall. Fyrst var ég ringluð, síðan leið, svo pirruð og þegar ég hélt að hormónarnir mínir gætu ekki farið með mig í hærri, lengri og hraðari rússíbanareið þá varð ég glöð. Mjög glöð. Ég átti nefnilega von á þessu barni með einfaldlega frábærum manni. Ég hlakkaði líka til að upplifa þetta með honum því heil sautján ár eru síðan hann var síðast með ungbarn. Það hlyti svo ótalmargt að hafa breyst á þessum sautján árum. Hér er búið að berjast ötullega fyrir jafnrétti. Feður geta eytt meiri tíma með nýfæddum börnum sínum ef þeir kæra sig um og annað hvert skilnaðarbarn er jafnt hjá báðum foreldrum. Það kom mér því á óvart hvernig fyrstu skoðanirnar eru búnar að vera. Við erum búin að fara í þrjár. Í þeirri fyrstu horfði ljósmóðirin talsvert oftar á mig en hann og voru flestar spurningar tengdar þunguninni miðaðar að mér. Hvernig mér liði. Hvort ég væri hraust. Hvað ég væri þung. Hann var ekki spurður hvernig honum litist á að verða pabbi eftir svona langt hlé. Það skipti greinilega engu máli. Í annarri skoðun var nánast ekki yrt á hann. Í þriðju skoðuninni kom síðan í ljós að nafnið hans var ekki einu sinni inni í kerfinu sem faðir þessa barns. Þá var símanúmerið hans í fyrsta sinn tekið niður. Svona ef ske kynni að eitthvað kæmi upp á. Hann hefur ekki enn verið spurður hvernig honum líði. Hann er samt alveg jafn stressaður og ringlaður og ég. Auðvitað er þetta skrítinn tími fyrir konur. Það breytist ótalmargt. Líkaminn er í einu orði sagt í fokki og geðheilsan dansar á línu sturlunar. En þetta er líka skrítið fyrir karlmenn. Eða vita þeir allir með tölu hvernig á að bregðast við þegar fullorðin kona kemst ekki fram úr rúminu fyrir gráti út af kvöldmatnum sem brann við í fyrradag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Fyrir ekki svo löngu síðan fékk ég að vita að ég bæri barn undir belti. Sem var satt best að segja mikið áfall. Fyrst var ég ringluð, síðan leið, svo pirruð og þegar ég hélt að hormónarnir mínir gætu ekki farið með mig í hærri, lengri og hraðari rússíbanareið þá varð ég glöð. Mjög glöð. Ég átti nefnilega von á þessu barni með einfaldlega frábærum manni. Ég hlakkaði líka til að upplifa þetta með honum því heil sautján ár eru síðan hann var síðast með ungbarn. Það hlyti svo ótalmargt að hafa breyst á þessum sautján árum. Hér er búið að berjast ötullega fyrir jafnrétti. Feður geta eytt meiri tíma með nýfæddum börnum sínum ef þeir kæra sig um og annað hvert skilnaðarbarn er jafnt hjá báðum foreldrum. Það kom mér því á óvart hvernig fyrstu skoðanirnar eru búnar að vera. Við erum búin að fara í þrjár. Í þeirri fyrstu horfði ljósmóðirin talsvert oftar á mig en hann og voru flestar spurningar tengdar þunguninni miðaðar að mér. Hvernig mér liði. Hvort ég væri hraust. Hvað ég væri þung. Hann var ekki spurður hvernig honum litist á að verða pabbi eftir svona langt hlé. Það skipti greinilega engu máli. Í annarri skoðun var nánast ekki yrt á hann. Í þriðju skoðuninni kom síðan í ljós að nafnið hans var ekki einu sinni inni í kerfinu sem faðir þessa barns. Þá var símanúmerið hans í fyrsta sinn tekið niður. Svona ef ske kynni að eitthvað kæmi upp á. Hann hefur ekki enn verið spurður hvernig honum líði. Hann er samt alveg jafn stressaður og ringlaður og ég. Auðvitað er þetta skrítinn tími fyrir konur. Það breytist ótalmargt. Líkaminn er í einu orði sagt í fokki og geðheilsan dansar á línu sturlunar. En þetta er líka skrítið fyrir karlmenn. Eða vita þeir allir með tölu hvernig á að bregðast við þegar fullorðin kona kemst ekki fram úr rúminu fyrir gráti út af kvöldmatnum sem brann við í fyrradag?
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun