Þú ert söguhetjan Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 22. desember 2014 12:00 Þín eigin þjóðsaga Bækur: Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Mál og menning Sögur enda ekki allar vel, stundum fer allt á versta veg. Þá er mikill lúxus að geta byrjað upp á nýtt á sögunni, tekið aðra ákvörðun og séð hvort leysist úr málunum. Þín eigin þjóðsaga er eiginlega ekki ein saga heldur margar smásögur, þar sem lesandinn er söguhetjan og tekur ákvörðun í lok hvers kafla um framgang mála. Þannig býður bókin upp á að vera lesin aftur og aftur og á ólíka vegu. Ævar Þór Benediktsson er flestum börnum kunnugur í hlutverki sínu sem Ævar vísindamaður. Og þótt bókin eigi kannski lítið skylt við vísindi þá er hún engu að síður nokkuð tilraunakennd og býður lesendum sínum að gera eigin tilraunir með söguþráðinn. Já, þetta eru eiginlega margar smásögur, þar sem lesandinn fær samt á tilfinninguna að hann stjórni ferðinni algjörlega. Höfundur sækir innblástur í þjóðsagnaarf Íslendinga sem og söguna. Ýmsir karakterar verða á vegi lesandans, gömlu jólasveinarnir, Sæmundur fróði, Jón Árnason, Grimms-bræður og Lagarfljótsormurinn, svo dæmi séu tekin. Þannig er bókin fræðandi og til að auka enn á fræðslugildið laumar höfundur ýmsum orðskýringum í textann. Sem er vel.Ævar Þór Benediktsson „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug.Vísir/ValliBókin er skrifuð í annarri persónu, lesandinn er ávarpaður og settur inn í söguna. Hann er aðalsöguhetjan. Aðalsöguhetjan er þannig skrifuð nokkurn veginn persónuleikalaus. Hugmyndin er væntanlega sú að hafa hetjuna hlutlausa svo lesandinn geti fært eigin persónuleika yfir á hana. Höfundur er meðvitaður um þetta og passar sig að forðast orð sem koma upp um kyn „þitt“ eða nafn. Afleiðingin er sú að lesandinn fær ekki mikla samúð með aðalpersónunni. Markmið bókarinnar er auðvitað annað. Hún er söguþráðardrifin – eðli málsins samkvæmt – og persónur skipta þá minna máli. Þó skal taka fram að aukapersónur allar eru vel heppnaðar og þeim að þakka er bókin á köflum stórskemmtileg og fyndin. Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun sem mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum og býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur. Niðurstaða: Öðruvísi bók sem ætti að höfða til bæði til bókaorma og líka þeirra sem hafa meira gaman af borðspilum en bókalestri. Gagnrýni Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Mál og menning Sögur enda ekki allar vel, stundum fer allt á versta veg. Þá er mikill lúxus að geta byrjað upp á nýtt á sögunni, tekið aðra ákvörðun og séð hvort leysist úr málunum. Þín eigin þjóðsaga er eiginlega ekki ein saga heldur margar smásögur, þar sem lesandinn er söguhetjan og tekur ákvörðun í lok hvers kafla um framgang mála. Þannig býður bókin upp á að vera lesin aftur og aftur og á ólíka vegu. Ævar Þór Benediktsson er flestum börnum kunnugur í hlutverki sínu sem Ævar vísindamaður. Og þótt bókin eigi kannski lítið skylt við vísindi þá er hún engu að síður nokkuð tilraunakennd og býður lesendum sínum að gera eigin tilraunir með söguþráðinn. Já, þetta eru eiginlega margar smásögur, þar sem lesandinn fær samt á tilfinninguna að hann stjórni ferðinni algjörlega. Höfundur sækir innblástur í þjóðsagnaarf Íslendinga sem og söguna. Ýmsir karakterar verða á vegi lesandans, gömlu jólasveinarnir, Sæmundur fróði, Jón Árnason, Grimms-bræður og Lagarfljótsormurinn, svo dæmi séu tekin. Þannig er bókin fræðandi og til að auka enn á fræðslugildið laumar höfundur ýmsum orðskýringum í textann. Sem er vel.Ævar Þór Benediktsson „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug.Vísir/ValliBókin er skrifuð í annarri persónu, lesandinn er ávarpaður og settur inn í söguna. Hann er aðalsöguhetjan. Aðalsöguhetjan er þannig skrifuð nokkurn veginn persónuleikalaus. Hugmyndin er væntanlega sú að hafa hetjuna hlutlausa svo lesandinn geti fært eigin persónuleika yfir á hana. Höfundur er meðvitaður um þetta og passar sig að forðast orð sem koma upp um kyn „þitt“ eða nafn. Afleiðingin er sú að lesandinn fær ekki mikla samúð með aðalpersónunni. Markmið bókarinnar er auðvitað annað. Hún er söguþráðardrifin – eðli málsins samkvæmt – og persónur skipta þá minna máli. Þó skal taka fram að aukapersónur allar eru vel heppnaðar og þeim að þakka er bókin á köflum stórskemmtileg og fyndin. Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun sem mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum og býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur. Niðurstaða: Öðruvísi bók sem ætti að höfða til bæði til bókaorma og líka þeirra sem hafa meira gaman af borðspilum en bókalestri.
Gagnrýni Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira