9 týndar myndir Þórður Ingi Jónsson skrifar 22. desember 2014 10:30 Hætt hefur verið við sýningu á grínmyndinni The Interview, sem fjallar um tvo bandaríska blaðamenn sem þurfa að ráða Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Norður-Kórea er sögð hafa hótað hryðjuverkaárásum á bíóhús þar vestra en hætt var við sýninguna eftir að tölvuþrjótar, sem líklega eru tengdir Norður-Kóreu, brutust inn í tölvukerfi Sony og láku kvikmyndum og tölvupósti. Í tilefni af ritskoðuninni á The Interview tekur Fréttablaðið hér saman nokkrar frægar myndir sem fóru í glatkistuna. Flestar eru enn ófáanlegar en nokkrar þeirra eru til í mismiklum gæðum.Memory of the Camps (1945) Alfred Hitchcock var fenginn til að framleiða þessa heimildarmynd sem klippt var saman úr upptökum bandamanna í útrýmingarbúðum nasista og sýnd við Nürnberg-réttarhöldin. Kvikmyndaráð Bretlands ákvað að gefa hana ekki út þar sem hún gæti valdið fjaðrafoki gegn Þýskalandi og skemmt fyrir enduruppbyggingu eftir stríðið. Hægt er að finna útgáfu af myndinni á YouTube.Song of the South (1945) Myndin Song of the South fjallar um fyrrverandi þrælinn Uncle Remus sem segir nokkrum börnum sögur af kanínunni Br‘er Rabbit og vinum hans í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Myndin var fordæmd af NAACP, réttindasamtökum svartra og forstjóri Disney, Robert Iger, kallaði hana „nokkuð móðgandi“. „Því miður dregur hún upp mynd af friðsælu sambandi meistara og þræls, sem er afbökun á staðreyndunum,“ sagði í tilkynningu NAACP. Myndin var aldrei gefin út á myndbandi í Bandaríkjunum.One AM (1968) Franski nýbylgjumeistarinn Jean-Luc Godard hélt til Bandaríkjanna árið 1968, handviss um að byltingin væri handan við hornið. Þar tók hann upp blöndu af leiknum atriðum og heimildarefni, til dæmis tónleika Jefferson Airplane á húsþaki í New York og skáldið Amiri Baraka að spila frídjass. Byltingin átti sér ekki stað og Godard skildi myndefnið eftir í Bandaríkjunum, sem var svo klippt og hrært saman af tökumanninum D.A. Pennebaker. Hún var sýnd 1972 og féll í gleymsku.Uncle Tom‘s Fairy Tales (1969) Penelope Spheeris, þekktust fyrir Wayne‘s World, leikstýrði storkandi grínmynd með Richard Pryor í aðalhlutverki þar sem ríkum, hvítum manni er rænt af Svörtu hlébörðunum, sem rétta yfir honum á táknrænan hátt fyrir kynþáttahatur hvítra Bandaríkjamanna. Pryor rústaði filmunni í rifrildi við eiginkonu sína og ekki hefur náðst að endurklippa myndina síðan.Cocksucker Blues (1972) Í heimildarmyndinni Cocksucker Blues er The Rolling Stones fylgt eftir á tónleikaferðalagi um Bandaríkin eftir að platan Exile on Main St. hafði komið út. Í myndinni er skyggnst baksviðs þar sem saurlífið var mikið en í einni senu sést til dæmis Mick Jagger sniffandi kókaín og í annarri sprautar grúppía sig með heróíni. Hljómsveitin ákvað að myndin væri of vandræðaleg og vildi ekki að hún væri sýnd. Myndin er nú fáanleg í lökum gæðum á netinu.The Day the Clown Cried (1972) Bandaríski grínistinn Jerry Lewis spreytti sig á kvikmyndagerð með The Day the Clown Cried árið 1972. Þar lék hann þýskan trúð í útrýmingarbúðum nasista, sem skemmti gyðingabörnum áður en þau voru send í gasklefana. Lewis hætti við að gefa hana út eftir að hann kláraði myndina. „Ég skammaðist mín fyrir verkið og var ánægður með að geta komið í veg fyrir að einhver sæi hana,“ sagði Lewis.Who Killed Bambi? (1978) 20th Century Fox vildu gera pönkútgáfu af A Hard Day‘s Night með Sex Pistols á hátindi ferils þeirra. Johnny Rotten og Sid Vicious heimtuðu að „túttumynda“-leikstjórinn Russ Meyer og handritshöfundurinn Roger Ebert myndu gera myndina en þeir gerðu uppáhaldsmynd þeirra Beyond the Valley of the Dolls. Eftir að tökur hófust áttuðu toppar Fox sig á því að myndin yrði allt of gróf þannig að hætt var við hana. Ebert setti handritið á vefsíðu sína árið 2010.Superstar: The Karen Carpenter Story by Todd Haynes (1987) Todd Haynes, sem hefur sérhæft sig í myndum um rokk- og poppheiminn, gerði stuttmyndina Superstar: The Karen Carpenter Story á níunda áratugnum sem fjallaði um ævi söngkonunnar Karen Carpenter. Myndin er leikin af brúðum en Haynes skar í Barbie-dúkku til að gera hana mjórri og vísa þar með í baráttu Carpenter við anórexíu. Myndin var því aldrei gefin út opinberlega en hægt er að nálgast hana í slöppum gæðum á YouTube. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hætt hefur verið við sýningu á grínmyndinni The Interview, sem fjallar um tvo bandaríska blaðamenn sem þurfa að ráða Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Norður-Kórea er sögð hafa hótað hryðjuverkaárásum á bíóhús þar vestra en hætt var við sýninguna eftir að tölvuþrjótar, sem líklega eru tengdir Norður-Kóreu, brutust inn í tölvukerfi Sony og láku kvikmyndum og tölvupósti. Í tilefni af ritskoðuninni á The Interview tekur Fréttablaðið hér saman nokkrar frægar myndir sem fóru í glatkistuna. Flestar eru enn ófáanlegar en nokkrar þeirra eru til í mismiklum gæðum.Memory of the Camps (1945) Alfred Hitchcock var fenginn til að framleiða þessa heimildarmynd sem klippt var saman úr upptökum bandamanna í útrýmingarbúðum nasista og sýnd við Nürnberg-réttarhöldin. Kvikmyndaráð Bretlands ákvað að gefa hana ekki út þar sem hún gæti valdið fjaðrafoki gegn Þýskalandi og skemmt fyrir enduruppbyggingu eftir stríðið. Hægt er að finna útgáfu af myndinni á YouTube.Song of the South (1945) Myndin Song of the South fjallar um fyrrverandi þrælinn Uncle Remus sem segir nokkrum börnum sögur af kanínunni Br‘er Rabbit og vinum hans í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Myndin var fordæmd af NAACP, réttindasamtökum svartra og forstjóri Disney, Robert Iger, kallaði hana „nokkuð móðgandi“. „Því miður dregur hún upp mynd af friðsælu sambandi meistara og þræls, sem er afbökun á staðreyndunum,“ sagði í tilkynningu NAACP. Myndin var aldrei gefin út á myndbandi í Bandaríkjunum.One AM (1968) Franski nýbylgjumeistarinn Jean-Luc Godard hélt til Bandaríkjanna árið 1968, handviss um að byltingin væri handan við hornið. Þar tók hann upp blöndu af leiknum atriðum og heimildarefni, til dæmis tónleika Jefferson Airplane á húsþaki í New York og skáldið Amiri Baraka að spila frídjass. Byltingin átti sér ekki stað og Godard skildi myndefnið eftir í Bandaríkjunum, sem var svo klippt og hrært saman af tökumanninum D.A. Pennebaker. Hún var sýnd 1972 og féll í gleymsku.Uncle Tom‘s Fairy Tales (1969) Penelope Spheeris, þekktust fyrir Wayne‘s World, leikstýrði storkandi grínmynd með Richard Pryor í aðalhlutverki þar sem ríkum, hvítum manni er rænt af Svörtu hlébörðunum, sem rétta yfir honum á táknrænan hátt fyrir kynþáttahatur hvítra Bandaríkjamanna. Pryor rústaði filmunni í rifrildi við eiginkonu sína og ekki hefur náðst að endurklippa myndina síðan.Cocksucker Blues (1972) Í heimildarmyndinni Cocksucker Blues er The Rolling Stones fylgt eftir á tónleikaferðalagi um Bandaríkin eftir að platan Exile on Main St. hafði komið út. Í myndinni er skyggnst baksviðs þar sem saurlífið var mikið en í einni senu sést til dæmis Mick Jagger sniffandi kókaín og í annarri sprautar grúppía sig með heróíni. Hljómsveitin ákvað að myndin væri of vandræðaleg og vildi ekki að hún væri sýnd. Myndin er nú fáanleg í lökum gæðum á netinu.The Day the Clown Cried (1972) Bandaríski grínistinn Jerry Lewis spreytti sig á kvikmyndagerð með The Day the Clown Cried árið 1972. Þar lék hann þýskan trúð í útrýmingarbúðum nasista, sem skemmti gyðingabörnum áður en þau voru send í gasklefana. Lewis hætti við að gefa hana út eftir að hann kláraði myndina. „Ég skammaðist mín fyrir verkið og var ánægður með að geta komið í veg fyrir að einhver sæi hana,“ sagði Lewis.Who Killed Bambi? (1978) 20th Century Fox vildu gera pönkútgáfu af A Hard Day‘s Night með Sex Pistols á hátindi ferils þeirra. Johnny Rotten og Sid Vicious heimtuðu að „túttumynda“-leikstjórinn Russ Meyer og handritshöfundurinn Roger Ebert myndu gera myndina en þeir gerðu uppáhaldsmynd þeirra Beyond the Valley of the Dolls. Eftir að tökur hófust áttuðu toppar Fox sig á því að myndin yrði allt of gróf þannig að hætt var við hana. Ebert setti handritið á vefsíðu sína árið 2010.Superstar: The Karen Carpenter Story by Todd Haynes (1987) Todd Haynes, sem hefur sérhæft sig í myndum um rokk- og poppheiminn, gerði stuttmyndina Superstar: The Karen Carpenter Story á níunda áratugnum sem fjallaði um ævi söngkonunnar Karen Carpenter. Myndin er leikin af brúðum en Haynes skar í Barbie-dúkku til að gera hana mjórri og vísa þar með í baráttu Carpenter við anórexíu. Myndin var því aldrei gefin út opinberlega en hægt er að nálgast hana í slöppum gæðum á YouTube.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira