Hann var þá að þrífa sundlaug þjálfara ruðningsliðs skólans, Kevin Sumlin. Þjálfarinn var þá í leit að nýjum varnarþjálfara.
Nemandinn, Rustin McFarland, heyrði í Sumlin í símanum og skrifaði um það á Twitter. Sagði að vonandi væri Sumlin að ráða nýjan varnarþjálfara.
McFarland átti ekki von á því að Sumlin myndi sjá tístið. Sumlin gerði það og svaraði honum á einfaldan hátt: „Þú varst að missa vinnuna þína."
Margir héldu að Sumlin væri að grínast en hann staðfesti daginn eftir að hann hefði rekið sundlaugarstrákinn í alvöru. Í ljós kom síðan að hann hefði í raun verið að ráða nýjan varnarþjálfara í símtalinu umtalaða.
You just lost your job!RT“@mcfarlandrk8: Just cleaned Sumlin's pool. Saw him on the phone, hopefully with our new DC!”
— Kevin Sumlin (@CoachSumlin) December 30, 2014