Ingi Þór: Gerum ekki óraunhæfar kröfur til 2015 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 14:30 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42