Körfubolti

Sigur hjá besta og lélegasta liðinu í NBA | Myndbönd

Úr leik Warriors og Thunder í nótt.
Úr leik Warriors og Thunder í nótt. vísir/getty
Besta lið NBA-deildarinnar í dag, Golden State Warriors, valtaði yfir sterkt lið Oklahoma Thunder í nótt.

Harrison Barnes skoraði 23 stig fyrir Warriors og þeir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu 19 í 26 stiga sigri.

Varnarleikur Golden State var magnaður í leiknum og liðið hélt Oklahoma í aðeins 30,6 prósent skotnýtingu. Russell Westbrook skoraði 22 stig fyrir Thunder og Kevin Durant varð að láta 14 stig duga að þessu sinni.

Golden State er nú búið að vinna 12 heimaleiki í röð og hefur aðeins tapað einum af 15 heimaleikjum sínum í vetur.

Lélegasta lið deildarinnar, Philadelphia, vann svo sinn fyrsta heimaleik í vetur er Cleveland mætti í heimsókn án LeBron James og Kyrie Irving. Philadelphia var búið að tapa öllum 14 heimaleikjum sínum til þessa í vetur.

Úrslit:

Philadelphia-Cleveland  95-92

Boston-Charlotte  95-104

Brooklyn-Dallas  88-96

Chicago-Houston  114-105

Memphis-NY Knicks  105-83

Minnesota-Denver  101-110

New Orleans-Washington  85-92

Utah-Indiana  101-105

Portland-LA Lakers  98-94

Golden State-Oklahoma  117-91

LA Clippers-Atlanta  98-107

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×