Hættumat almannavarna skóp hættu á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 14:39 Frá Breiðdalsvík. Vísir/Valli. Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“ Bárðarbunga Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“
Bárðarbunga Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira