Viðskipti erlent

Peter Wallenberg látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Wallenberg á fundi með Wen Jiabao, þáverandi forsætisráðherra Kína, árið 2007.
Peter Wallenberg á fundi með Wen Jiabao, þáverandi forsætisráðherra Kína, árið 2007. Vísir/AFP
Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg lést á heimili sínu í morgun, 88 ára að aldri. Peter Wallenberg tók sæti í stjórn viðskiptasamsteypu Wallenberg-fjölskyldunnar árið 1969. Hann tók svo við stjórnarformennsku árið 1982 af föður sínum en lét af henni í síðustu viku. Sonur hans, Peter Wallenberg yngri, tók þá við.

Wallenberg-samsteypan hefur í sínum höndum mjög stóran hluta hlutafjármarkaðarins í Svíþjóð og er af flestum talin valdamesta fjölskylda landsins. Samsteypan á hlut í flestum af stærstu fyrirtækjum Svíþjóðar, meðal annars Ericson, Electrolux, ABB, SKF og Atlas Copco.

Frægasti meðlimur Wallenberg-fjölskyldunnar er líklegast Raoul Wallenberg, sænskur stjórnarerindreki sem starfaði í ungversku höfuðborginni Búdapest á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Milli júlí og desember 1944 bjargaði hann lífi fleiri tugum þúsunda gyðinga með því að hýsa þá og gefa út sérstök vegabréf þeim til handa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×