Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 15. janúar 2015 21:30 vísir/daníel Snæfell kom sér upp að hlið Haukum í Dominos-deildar karla með sigri í leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Gestirnir úr Stykkishólmi náði undirtökunum í öðrum leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi. Lokatölur 77-97. Heimamenn í Haukum byrjuðu vel, en síðan fjaraði aðeins undan þeirra leik. Þeir voru ekkert að hitta og til að mynda hittu þeir úr einungis einu af átján 3-stiga skotum sínum í fyrri hálfleik sem er sorgleg nýting. Liðin höfðu lítið sem engan áhuga á því að spila varnarleik í fyrsta leikhluta. LIðin skoruðu að vild, en Haukarnir leiddu framan að leikhluta og voru meðal ananrs fimm stigum yfir; 14-9 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Gestirnir voru þó ekki langt ungan og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-24, heimamönnum í vil. Stigaskorið hélt þó ekki áfram eins mikið hjá Haukunum í öðrum leikhluta. Þeir skoruðu einungis tíu stig gegn tuttugu stigum gestana. Þeir tóku átján þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og hittu aðeins úr einu, en þeir fengu dauðafæri eftir dauðafæri bæði fyrir utan þriggja stiga línuna og innan hennar. Staðan í hálfleik 37-44. Alex Francis var kominn með 20 stig í fyrri hálfleik og það þufrti fleiri að stíga upp í liði Hauka ætluðu þeir að halda í við lið Snæfells. Hann var í algjörum sérflokki og strákar eins og Kári Jónsson, Emil Barja og Kristinn Marinósson hafa oft hitt og spilað betur. Gestirrnir héldu áfram og á tímapunkti í þrðja leikhluta hélt maður að þeir ætluðu að gera út um leikinn. Þegar þriðji leikhluti var ríflega hálfnaður vöknuðu hins vegar heimamenn og náðu að minnka muninn í eitt stig, 56-55, í fyrsta skipti í lengri lengri tíma. Þegar þriðji leikhluti var allur voru þó gestirnir búnir að auka muninn aftur og staðan þegar einungis einn leikhluti var óleikinn var 57-69. Sá fjórði og síðasti var svipaður og þeir síðustu tveir. Snæfell var ávallt skrefi á undan og Haukarnir spiluðu hriplegan varnarleik sem var ansi götóttur og vildu menn meina að þetta væri eins og svissneskur ostur, því ansi götóttur var þessi varnarleikur. Gestirnir héldu forystunni út allan leikinn, en pressan var lítil sem engin frá Haukunum. Lokatölur 77-97. Austin Magnus Bracey var stigahæstur í liði Snæfells með 25 stig, en einnig tók hann sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Einnig spiluðu þeir Sigurður Þorvaldsson og Christopher Woods afar vel í liði Snæfells, en þeir skoruðu báðiar 23 stig. Woods tók þar að auki tólf fráköst og Sigurður sex auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Alex Francis var í algjörum sérflokki í liði Hauka. Hann skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Næsti maður var með tíu stig. Það segir margt um leik Hauka í kvöld.Ívar: Ekki hægt að menn komi ekki tilbúnir í leiki „Við hittum einfaldlega ekki neitt. Það er erfitt að vinna þegar þú hittir ekki neitt," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Kaninn var að setja niður sín skot, en við vorum ekkert að hitta fyrir utan. Við vorum að fá okkur hraðaupphlaup í bakið og þeir hittu vel úr sínum skotum, það er munurinn." „Við óðum í færum, það var ekki vandamálið, en það er ekki nóg. Menn þurfa að setja boltann ofan í. Við byrjum ágætlega sóknarlega, en varnarleikurinn var mjög slakur í fyrri hálfleik." „Við vorum ekki góðir í dag og við vorum að mssa mennina alltof mikið framhjá okkur hvort sem við vorum bakverðir eða senterar. Það vantaði meiri stemningu í vörnina einnig," en misstu hans menn hausinn? „Það er erfitt að skjóta og skjóta og hitta aldrei, þá kemur svekkelsi. Við fórum að taka örvæntingarfull skot, sem er kannski skrýtið i ljósi þess að við vorum ekkert að hitta. Í staðinn fyrir að sækja á, en mér fannst við ekki missa hausinn og þetta er erfitt þegar þú hittir ekkert. „Eins og staðan er í dag þá erum við að berjast um að komast í úrslitakeppni, en ekki um heimavallarrétt. Við ræddum það inn í klefa eftir leikinn að það væri ekki hægt að menn kæmu ekki tilbúnir," sagði Ívar og bætti við að lokum: „Það eru búnir að vera góðar æfingar í vikunni að mínu mati, en það þarf að skila sér betur inn í leiki."Sigurður: Líklega okkar besti leikur í vetur „Við náum bara varnarstoppum sem voru ansi stór fyrir okkur. Þeir hittu mjög illa," sagði Sigurður Þorvaldsson, lykilmaður Snæfells, í leikslok. „Ég vona að þetta hafi verið við að spila góða vörn heldur en þeir að hitta illa. Það svona skóp sigurinn." „Við byggðum á vörninni í öðrum leikhluta. Þeir skoruðu ekki nema tíu stig í þeim leikhluta og mér fannst það vera kveikjan að þessu." „Í þriðja leikhluta duttum við aðeins niður, en tókum leikhlé og rifum svo okkur aftur upp. Við vorum ósáttir með varnarleikinn, en þegar við löguðum hann fannst mér þetta aldrei vera í hættu eftir það." „Það voru mjög margir að leggja á plóginn hjá okkur, en hjá þeim fannst mér þetta mæða mikið á útlendingnum. Hann var dálítið einn á móti okkur öllum. Við vorum með marga sem komu inn með stórar innkomur; kannski ekki að skora mikið, en að spila vel. „Það komu allir inn með einhvað jákvætt og kraft. Þetta var líklega okkar besti leikur yfir allt í vetur." „Við stefnum á því að vinna alla leiki. Við erum ekki komnir í neina stöðu til að gefast upp. Við verðum bara að halda áfram," sagði þessi baráttujaxl að lokum.Leiklýsing: Haukar - SnæfellFjórða leikhluta lokið (77-97): Snæfell fer upp að hlið Hauka. Nánari umfjöllun og viðtöl í kvöld.38. mín (74-85): Ég held að við séum ekki að fara fá neina spennu hér. Ellefu stiga munur og Bracey er á línunni fyrir Snæfell. Þeir eru að sigla stigunum tveim í hús.36. mín (69-83): Fjórtán stiga munur og varnarleikurinn er ekkert að skána hjá Haukunum. Ívar, þjálfari Hauka, tekur leikhlé þegar 3:59 eru eftir.35. mín (68-79): Ellefu stig þegar rúmar fimm mínútur eru eftir af leiknum. Fáum við spennandi lokamínútur?33. mín (66-76): Tíu stiga munur þegar sjö mínútur eru eftir og Haukarnir eru með boltann.32. mín (63-75): Snæfell á ekki í miklum erfiðleikum með að skora úr nánasti hverri einustu sókn. Haukarnir þurfa að fara byggja múr fyrir framan körfuna ætli þeir sér að vinna hér í kvöld.Þriðja leikhluta lokið (57-69): Ja, hérna hér. Þetta er orðið tólf stiga leikur. Sveinn Arnar Davíðsson henti niður þrist, en hann var galopinn fyrir utan og Snjólfur Björnsson skoraði svo svokallaða ali-up körfu eftir snotra sendingu frá Óla Ragnari. Haukarnir heillum horfnir hér síðustu mínútur, einmitt þegar ég hélt þeir væru að fara komast inn í þetta.38. mín (55-61): Það var dæmt tæknivilla á Snæfell fyrir að sparka í stól á varamannabekknum sýndist mér, en Haukarnir náðu ekki að nýta sér það. Þriggja stiga karfa frá Austin Magnus Bracey breytti svo stöðunni úr 55-58 í 55-61. Mikilvæg karfa.37. mín (55-56): Komiði sæl og blessuð! Munurinn eitt stig og Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, er nóg boðið. Mér sýndist Snæfell fá dæmda á sig villa þegar Ingi tók leikhlé, en ég er ekki alveg klár.35. mín (51-56): Þetta er svo fljótt að breytast. Alex Francis er kominn með 28 stig, en eins og ég hef áður sagt; hann þarf að fá meiri hjálp í sóknarleiknum.34. mín (45-52): Sjö stiga leikur og Snæfell með boltann. Haukarnir eru skrefi á eftir eins og staðan er núna, en gestirnir úr Hólminum eru að gera þetta vel.31. mín (39-44): Kristinn Marinósson með fyrstu stig síðari hálfleiks. Haukarnir þufra að fara hitta betur ætli þeir sér einhvað hérna í kvöld.Hálfsleiks-tölfræði: Alex Francis er búinn að vera í sérflokki í Hauka-liðinu. Hann er kominn með 20 stig og er búinn að taka tíu fráköst. Næstur kemur Emil Barja með sex stig. Hjá Snæfell er Sigurður Þorvaldsson kominn með 15 stig og Christopher Woods er með 14. Sigurður er einnig með fjórar stoðsendingar.Hálfleikur (37-44): Gestirnir gáfu heldur betur í hérna undir lokin á meðan Haukarnir hittu nákvæmlega ekkert úr galopnum færum sínum. Francis er að draga Hauka-vagninn all harkalega og vantar miklu, miklu meiri hjálp.18. mín (36-36): Þvílík stoðsending hjá Kára. Vá! Og Helgi Björn skilar niður sínum fyrstu stigum og jafnar metin.17. mín (32-36): Loksins karfa hjá heimamönnum. Ekki skorað í lengri tíma, en Stefán Karel svarar með körfu góðri og fær víti fyrir gestina. Hann klúðrar þó vítinu.16. mín (30-34): Eru gestirnir að skilja heimamenn eftir? Ívar, þjálfari Haukanna, er ekki nægilega ánægður með dómarana, en þeir dæmdu rétt í þessu óíþróttamannslega villu á Haukana. Sá ekki atvikið og get því miður ekki dæmt um það.15. mín (30-32): Gestirnir eru komnir yfir. Sex stig í röð frá þeim. Haukarnir eru ekki að hitta niður skotum, þrátt fyrir að þau séu galopin.13. mín (30-26): Hjálmar, ungur leikmaður í Hauka-liðinu, setur niður eitt af tveimur vítum og munurinn er fjögur stig. Lítið skorað í byrjun annars leikhluta.11. mín (29-24): Einungis tvö stig komin þegar rúm mínúta er liðin af öðrum leikhluta. Ívar vill sjá sína menn skynsamari í sókninni.Fyrsta leikhluta lokið (27-24): Heimamenn eru þremur stigum yfir þegar fyrsti leikhluti er allur. Alex Francis er búinn að vera þeirra besti maður og er kominn með þrettán stig. Hjá Snæfell er Christopher Woods með níu stig.8. mín (22-23): Gestirnir leiða með einu stigi. Jafn leikur þó og liðin skiptast á að skora. Sveinn Arnar var að koma Snæfell yfir með þrist.6. mín (16-16): Sigurður Þorvaldsson með þrist og jafnar metin í 16-16. Liðin eru lítið í því að verjast.4. mín (14-9): Um leið og Snæfell skorar refsa Haukarnir strax. Alex Francis er kominn með sjö stig hjá heimamönnum. Heitur í upphafi.2. mín (7-5): Fyrsti þristurinn hjá Kára Jónssyni kominn og ég skal lofa ykkur því að þetta verður ekki sá síðasti. Þrista-kóngur.1. mín (2-0): Alex Francis er fyrstur á blað hér í kvöld. Sterkur strákur.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Þetta er að bresta á. Það eru um 30 í stúkunni, ekkert sérstök mæting.Fyrir leik: Alex Francis stigahæsti leikmaður Hauka í vetur, er þessa stundina í einhverjum upphitunaræfingum með sjúkraþjálfara Hauka. Verra fyrir Hauka ef hann verður ekki 100% heill í vetur.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru ekki að verri endanum, en það eru þeir Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson og Aðalsteinn Hrafnkelsson. Við treystum á þessa toppmenn að allt fari vel fram hér í kvöld. Kristinn er að skarta afar huggulegu skeggi, með mikla skeggrót þessi góði og reynslumikli dómari.Fyrir leik: Christopher Woods er stigahæstur hjá Snæfell með 23,1 stig að meðaltali. Hann hefur tekið 14,6 fráköst að meðaltali. Austin Bracey er með hæstu 3-stiga prósentunýtinguna af þeim sem spila hér í kvöld, eða 48.1%. Vonandi fáum við nokkra ruglaða þrista frá Bracey í kvöld.Fyrir leik: Alex Francis er stigahæstur hjá Haukum í vetur með að meðaltali 25,4 stig. Einnig hefur hann verið iðinn við kolann í fráköstunum, en hann er með að meðaltali 14,5 fráköst í leik. Emil Barja hefur verið duglegur að finna félaga sína, en hann er með sjö stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Eins og stendur hér að ofan eru liðin í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Snæfell getur jafnað Hauka að stigum með sigri og væri það afar mikilvæg stig í baráttunni um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Snæfell kom sér upp að hlið Haukum í Dominos-deildar karla með sigri í leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Gestirnir úr Stykkishólmi náði undirtökunum í öðrum leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi. Lokatölur 77-97. Heimamenn í Haukum byrjuðu vel, en síðan fjaraði aðeins undan þeirra leik. Þeir voru ekkert að hitta og til að mynda hittu þeir úr einungis einu af átján 3-stiga skotum sínum í fyrri hálfleik sem er sorgleg nýting. Liðin höfðu lítið sem engan áhuga á því að spila varnarleik í fyrsta leikhluta. LIðin skoruðu að vild, en Haukarnir leiddu framan að leikhluta og voru meðal ananrs fimm stigum yfir; 14-9 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Gestirnir voru þó ekki langt ungan og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-24, heimamönnum í vil. Stigaskorið hélt þó ekki áfram eins mikið hjá Haukunum í öðrum leikhluta. Þeir skoruðu einungis tíu stig gegn tuttugu stigum gestana. Þeir tóku átján þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og hittu aðeins úr einu, en þeir fengu dauðafæri eftir dauðafæri bæði fyrir utan þriggja stiga línuna og innan hennar. Staðan í hálfleik 37-44. Alex Francis var kominn með 20 stig í fyrri hálfleik og það þufrti fleiri að stíga upp í liði Hauka ætluðu þeir að halda í við lið Snæfells. Hann var í algjörum sérflokki og strákar eins og Kári Jónsson, Emil Barja og Kristinn Marinósson hafa oft hitt og spilað betur. Gestirrnir héldu áfram og á tímapunkti í þrðja leikhluta hélt maður að þeir ætluðu að gera út um leikinn. Þegar þriðji leikhluti var ríflega hálfnaður vöknuðu hins vegar heimamenn og náðu að minnka muninn í eitt stig, 56-55, í fyrsta skipti í lengri lengri tíma. Þegar þriðji leikhluti var allur voru þó gestirnir búnir að auka muninn aftur og staðan þegar einungis einn leikhluti var óleikinn var 57-69. Sá fjórði og síðasti var svipaður og þeir síðustu tveir. Snæfell var ávallt skrefi á undan og Haukarnir spiluðu hriplegan varnarleik sem var ansi götóttur og vildu menn meina að þetta væri eins og svissneskur ostur, því ansi götóttur var þessi varnarleikur. Gestirnir héldu forystunni út allan leikinn, en pressan var lítil sem engin frá Haukunum. Lokatölur 77-97. Austin Magnus Bracey var stigahæstur í liði Snæfells með 25 stig, en einnig tók hann sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Einnig spiluðu þeir Sigurður Þorvaldsson og Christopher Woods afar vel í liði Snæfells, en þeir skoruðu báðiar 23 stig. Woods tók þar að auki tólf fráköst og Sigurður sex auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Alex Francis var í algjörum sérflokki í liði Hauka. Hann skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Næsti maður var með tíu stig. Það segir margt um leik Hauka í kvöld.Ívar: Ekki hægt að menn komi ekki tilbúnir í leiki „Við hittum einfaldlega ekki neitt. Það er erfitt að vinna þegar þú hittir ekki neitt," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Kaninn var að setja niður sín skot, en við vorum ekkert að hitta fyrir utan. Við vorum að fá okkur hraðaupphlaup í bakið og þeir hittu vel úr sínum skotum, það er munurinn." „Við óðum í færum, það var ekki vandamálið, en það er ekki nóg. Menn þurfa að setja boltann ofan í. Við byrjum ágætlega sóknarlega, en varnarleikurinn var mjög slakur í fyrri hálfleik." „Við vorum ekki góðir í dag og við vorum að mssa mennina alltof mikið framhjá okkur hvort sem við vorum bakverðir eða senterar. Það vantaði meiri stemningu í vörnina einnig," en misstu hans menn hausinn? „Það er erfitt að skjóta og skjóta og hitta aldrei, þá kemur svekkelsi. Við fórum að taka örvæntingarfull skot, sem er kannski skrýtið i ljósi þess að við vorum ekkert að hitta. Í staðinn fyrir að sækja á, en mér fannst við ekki missa hausinn og þetta er erfitt þegar þú hittir ekkert. „Eins og staðan er í dag þá erum við að berjast um að komast í úrslitakeppni, en ekki um heimavallarrétt. Við ræddum það inn í klefa eftir leikinn að það væri ekki hægt að menn kæmu ekki tilbúnir," sagði Ívar og bætti við að lokum: „Það eru búnir að vera góðar æfingar í vikunni að mínu mati, en það þarf að skila sér betur inn í leiki."Sigurður: Líklega okkar besti leikur í vetur „Við náum bara varnarstoppum sem voru ansi stór fyrir okkur. Þeir hittu mjög illa," sagði Sigurður Þorvaldsson, lykilmaður Snæfells, í leikslok. „Ég vona að þetta hafi verið við að spila góða vörn heldur en þeir að hitta illa. Það svona skóp sigurinn." „Við byggðum á vörninni í öðrum leikhluta. Þeir skoruðu ekki nema tíu stig í þeim leikhluta og mér fannst það vera kveikjan að þessu." „Í þriðja leikhluta duttum við aðeins niður, en tókum leikhlé og rifum svo okkur aftur upp. Við vorum ósáttir með varnarleikinn, en þegar við löguðum hann fannst mér þetta aldrei vera í hættu eftir það." „Það voru mjög margir að leggja á plóginn hjá okkur, en hjá þeim fannst mér þetta mæða mikið á útlendingnum. Hann var dálítið einn á móti okkur öllum. Við vorum með marga sem komu inn með stórar innkomur; kannski ekki að skora mikið, en að spila vel. „Það komu allir inn með einhvað jákvætt og kraft. Þetta var líklega okkar besti leikur yfir allt í vetur." „Við stefnum á því að vinna alla leiki. Við erum ekki komnir í neina stöðu til að gefast upp. Við verðum bara að halda áfram," sagði þessi baráttujaxl að lokum.Leiklýsing: Haukar - SnæfellFjórða leikhluta lokið (77-97): Snæfell fer upp að hlið Hauka. Nánari umfjöllun og viðtöl í kvöld.38. mín (74-85): Ég held að við séum ekki að fara fá neina spennu hér. Ellefu stiga munur og Bracey er á línunni fyrir Snæfell. Þeir eru að sigla stigunum tveim í hús.36. mín (69-83): Fjórtán stiga munur og varnarleikurinn er ekkert að skána hjá Haukunum. Ívar, þjálfari Hauka, tekur leikhlé þegar 3:59 eru eftir.35. mín (68-79): Ellefu stig þegar rúmar fimm mínútur eru eftir af leiknum. Fáum við spennandi lokamínútur?33. mín (66-76): Tíu stiga munur þegar sjö mínútur eru eftir og Haukarnir eru með boltann.32. mín (63-75): Snæfell á ekki í miklum erfiðleikum með að skora úr nánasti hverri einustu sókn. Haukarnir þurfa að fara byggja múr fyrir framan körfuna ætli þeir sér að vinna hér í kvöld.Þriðja leikhluta lokið (57-69): Ja, hérna hér. Þetta er orðið tólf stiga leikur. Sveinn Arnar Davíðsson henti niður þrist, en hann var galopinn fyrir utan og Snjólfur Björnsson skoraði svo svokallaða ali-up körfu eftir snotra sendingu frá Óla Ragnari. Haukarnir heillum horfnir hér síðustu mínútur, einmitt þegar ég hélt þeir væru að fara komast inn í þetta.38. mín (55-61): Það var dæmt tæknivilla á Snæfell fyrir að sparka í stól á varamannabekknum sýndist mér, en Haukarnir náðu ekki að nýta sér það. Þriggja stiga karfa frá Austin Magnus Bracey breytti svo stöðunni úr 55-58 í 55-61. Mikilvæg karfa.37. mín (55-56): Komiði sæl og blessuð! Munurinn eitt stig og Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, er nóg boðið. Mér sýndist Snæfell fá dæmda á sig villa þegar Ingi tók leikhlé, en ég er ekki alveg klár.35. mín (51-56): Þetta er svo fljótt að breytast. Alex Francis er kominn með 28 stig, en eins og ég hef áður sagt; hann þarf að fá meiri hjálp í sóknarleiknum.34. mín (45-52): Sjö stiga leikur og Snæfell með boltann. Haukarnir eru skrefi á eftir eins og staðan er núna, en gestirnir úr Hólminum eru að gera þetta vel.31. mín (39-44): Kristinn Marinósson með fyrstu stig síðari hálfleiks. Haukarnir þufra að fara hitta betur ætli þeir sér einhvað hérna í kvöld.Hálfsleiks-tölfræði: Alex Francis er búinn að vera í sérflokki í Hauka-liðinu. Hann er kominn með 20 stig og er búinn að taka tíu fráköst. Næstur kemur Emil Barja með sex stig. Hjá Snæfell er Sigurður Þorvaldsson kominn með 15 stig og Christopher Woods er með 14. Sigurður er einnig með fjórar stoðsendingar.Hálfleikur (37-44): Gestirnir gáfu heldur betur í hérna undir lokin á meðan Haukarnir hittu nákvæmlega ekkert úr galopnum færum sínum. Francis er að draga Hauka-vagninn all harkalega og vantar miklu, miklu meiri hjálp.18. mín (36-36): Þvílík stoðsending hjá Kára. Vá! Og Helgi Björn skilar niður sínum fyrstu stigum og jafnar metin.17. mín (32-36): Loksins karfa hjá heimamönnum. Ekki skorað í lengri tíma, en Stefán Karel svarar með körfu góðri og fær víti fyrir gestina. Hann klúðrar þó vítinu.16. mín (30-34): Eru gestirnir að skilja heimamenn eftir? Ívar, þjálfari Haukanna, er ekki nægilega ánægður með dómarana, en þeir dæmdu rétt í þessu óíþróttamannslega villu á Haukana. Sá ekki atvikið og get því miður ekki dæmt um það.15. mín (30-32): Gestirnir eru komnir yfir. Sex stig í röð frá þeim. Haukarnir eru ekki að hitta niður skotum, þrátt fyrir að þau séu galopin.13. mín (30-26): Hjálmar, ungur leikmaður í Hauka-liðinu, setur niður eitt af tveimur vítum og munurinn er fjögur stig. Lítið skorað í byrjun annars leikhluta.11. mín (29-24): Einungis tvö stig komin þegar rúm mínúta er liðin af öðrum leikhluta. Ívar vill sjá sína menn skynsamari í sókninni.Fyrsta leikhluta lokið (27-24): Heimamenn eru þremur stigum yfir þegar fyrsti leikhluti er allur. Alex Francis er búinn að vera þeirra besti maður og er kominn með þrettán stig. Hjá Snæfell er Christopher Woods með níu stig.8. mín (22-23): Gestirnir leiða með einu stigi. Jafn leikur þó og liðin skiptast á að skora. Sveinn Arnar var að koma Snæfell yfir með þrist.6. mín (16-16): Sigurður Þorvaldsson með þrist og jafnar metin í 16-16. Liðin eru lítið í því að verjast.4. mín (14-9): Um leið og Snæfell skorar refsa Haukarnir strax. Alex Francis er kominn með sjö stig hjá heimamönnum. Heitur í upphafi.2. mín (7-5): Fyrsti þristurinn hjá Kára Jónssyni kominn og ég skal lofa ykkur því að þetta verður ekki sá síðasti. Þrista-kóngur.1. mín (2-0): Alex Francis er fyrstur á blað hér í kvöld. Sterkur strákur.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Þetta er að bresta á. Það eru um 30 í stúkunni, ekkert sérstök mæting.Fyrir leik: Alex Francis stigahæsti leikmaður Hauka í vetur, er þessa stundina í einhverjum upphitunaræfingum með sjúkraþjálfara Hauka. Verra fyrir Hauka ef hann verður ekki 100% heill í vetur.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru ekki að verri endanum, en það eru þeir Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson og Aðalsteinn Hrafnkelsson. Við treystum á þessa toppmenn að allt fari vel fram hér í kvöld. Kristinn er að skarta afar huggulegu skeggi, með mikla skeggrót þessi góði og reynslumikli dómari.Fyrir leik: Christopher Woods er stigahæstur hjá Snæfell með 23,1 stig að meðaltali. Hann hefur tekið 14,6 fráköst að meðaltali. Austin Bracey er með hæstu 3-stiga prósentunýtinguna af þeim sem spila hér í kvöld, eða 48.1%. Vonandi fáum við nokkra ruglaða þrista frá Bracey í kvöld.Fyrir leik: Alex Francis er stigahæstur hjá Haukum í vetur með að meðaltali 25,4 stig. Einnig hefur hann verið iðinn við kolann í fráköstunum, en hann er með að meðaltali 14,5 fráköst í leik. Emil Barja hefur verið duglegur að finna félaga sína, en hann er með sjö stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Eins og stendur hér að ofan eru liðin í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. Snæfell getur jafnað Hauka að stigum með sigri og væri það afar mikilvæg stig í baráttunni um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Snæfells lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum