Jóhann Jóhannsson í viðtali: „Gríðarlegur heiður“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 14:08 Jóhann er fimmti Íslendingurinn til að vera tilnefndur. „Þetta er alveg gríðarlegur heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ segir Jóhann Jóhannsson sem rétt í þessu var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. „Ég átti í rauninni átti alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir. Fréttastofa náði tali af Jóhanni en hann var staddur í Berlín þar sem hann býr. Jóhann, sem vann til Golden Globe verðlaunanna fyrr í vikunni segist ekki vera búinn að finna pláss fyrir þau verðlaun. „Nei, ég er nú ekki búinn að finna stað fyrir Golden Globe styttuna. Ég þarf að finna einhvern góðan stað í stofunni," segir hann hógvær. Jóhann segist ætla að undirbúa sig betur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. „Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn." Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. Rúnar Rúnarsson var tilnefndur fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, árið 2006. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I've seen it all úr Myrkradansaranum árið 2001. Meðhöfundur lagsins var Lars Von Trier. Golden Globes Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þetta er alveg gríðarlegur heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ segir Jóhann Jóhannsson sem rétt í þessu var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. „Ég átti í rauninni átti alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir. Fréttastofa náði tali af Jóhanni en hann var staddur í Berlín þar sem hann býr. Jóhann, sem vann til Golden Globe verðlaunanna fyrr í vikunni segist ekki vera búinn að finna pláss fyrir þau verðlaun. „Nei, ég er nú ekki búinn að finna stað fyrir Golden Globe styttuna. Ég þarf að finna einhvern góðan stað í stofunni," segir hann hógvær. Jóhann segist ætla að undirbúa sig betur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. „Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn." Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. Rúnar Rúnarsson var tilnefndur fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, árið 2006. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I've seen it all úr Myrkradansaranum árið 2001. Meðhöfundur lagsins var Lars Von Trier.
Golden Globes Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira