Hvað er PEGIDA? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 10:39 Meðlimir PEGIDA hafa gagnrýnt innflytjendastefnu Þýskalands harðlega. Vísir/AFP Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag. Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag.
Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14