Körfubolti

Ekkert fær stöðvað toppliðin í NBA | Myndbönd

Tóams Þór Þórðarson skrifar
Stephen Curry er á góðri leið með að vera kjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.
Stephen Curry er á góðri leið með að vera kjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. vísir/getty
Atlanta Hawks er með fjögurra sigra forystu á Washington Wizards á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að liðið vann tíunda sigurinn í röð í nótt.

Atlanta átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja Boston Celtics að velli í Boston, 105-91, en Atlanta-liðið er búið að vinna 31 leik og tapa aðeins átta.

Jeff Teague og DeMarre Carroll voru stigahæstir í liði Atlanta með 22 stig hvor og Paul Millsap skoraði 18 stig. Hjá heimamönnum var Avery Bradley stigahæstur með 17 stig.

Í vestrinu vann topplið Golden State áttunda leikinn í röð þegar það lagði Miami Heat, 104-89, á heimavelli, en alla leikina í sigurgöngunni hefur Golden State unnið með meira en tíu stiga mun.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Stephen Curry hafi verið stigahæstur í liði heimamanna, en þessi magnaði leikstjórnandi skoraði 32 stig. Hann hitti úr sjö þriggja stiga skotum af tíu.

Golden State er með tveggja sigra forystu á Portland sem tapaði í nótt fyrir Los Angeles Clippers, 96-91, á heimavelli. Þar kom Jamal Crawford sterkur inn af bekknum og var stigahæstur gestanna með 25 stig.

Úrslit næturinnar:

Portland Trail Blazers - LA Clippers 91-96

Charlotte Hornets - San Antonio Spurs 93-98

Orlando Magic - Houston Rockets - 120-113

Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 92-103

Detroit Pistons - New Orleans Pelicans - 94-105

Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 100-84

Chicago Bulls - Washington Wizards 99-105

Boston Celtics - Atlanta Hawks 91-105

Denver Nuggets - Dallas Mavericks 114-107

Golden State Warriors - Miami Heat 104-89

Staðan í deildinni.

Jamal Crawford dansar með boltann og sekkur þristi: Derrick Rose skorar flautukörfu í fyrri hálfleik: Paul Pierce kemst í fjórða sæti í þriggja stiga listanum:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×