„Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2015 13:00 Ásmundur segist boðinn og búinn að funda með múslímum um starfsemi þeirra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við. Alþingi Trúmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við.
Alþingi Trúmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent