Karlar ræða konur á rakarastofunni Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2015 21:04 Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli. Alþingi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli.
Alþingi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira