Innlent

Vill að alþingi skoði hvort breyta þurfi lögum eftir að Hæstaréttur felldi úr gildi nálgunarbann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Björt talar fyrir frumvarpi um sérstakt bann við hefndarklámi síðar í dag.
Björt talar fyrir frumvarpi um sérstakt bann við hefndarklámi síðar í dag. Vísir/Vilhelm
Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar segir að Alþingi þurfi að fara yfir hvort endurskoða þurfi lög í ljósi nýfallins dóms Hæstaréttar þar sem nálgunarbann var ógilt. Um er að ræða mál konu sem kært hefur sambýlismann sinn fyrir líkamsárás en maðurinn hefur einnig sent nektarmyndir og kynlífsmyndband af henni til vinnufélaga hennar.

Sjá einnig: Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði

Málið sem Björt gerði að umtalsefni hefur vakið mikla athygli en Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sagst ekki sammála niðurstöðunni. Sagði Björt að að skoða hvort lögin sé ekki að ná þeim tilgangi sem þeim er ætlað.

„Þessi mál þurfa að fara í forgang, við getum ekki boðið konum og börnum þessa lands að þurfa að þola heimilisofbeldi af því að við erum of svifasein,“ sagði Björt í umræðum um störf þingsins í dag. Hún talar fyrir frumvarpi um sérstakt bann við hefndarklámi síðar í dag.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng og sagði að ef það sé pláss fyrir mat á aðstæðum sem geti komið í veg fyrir lög um að nálgunarbann virki þá þurfi að endurskoða það. „Þá er það skilda okkar að grípa þegar í stað í taumana og lagfæra þessa lagabreytingu sem við gerðum á sínum tíma og koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ sagði hann.

Uppfært klukkan 15.37 eftir ræðu Þorsteins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×