Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Bjarki Ármannsson skrifar 26. janúar 2015 23:27 Andemariam Beyene var í meistaranámi við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Vísir/Vilhelm/Getty Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem þá bjó á Íslandi, er til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu fyrir að hafa ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir þremur aðgerðum sínum, meðal annars þeirri sem Andemariam gekkst undir. Hann er einnig sagður hafa sagt rangt frá um það hvernig aðgerðin heppnaðist í alþjóðlegu læknariti.Lést þrátt fyrir sögulega aðgerð Fréttastofa STV í Svíþjóð sagði í dag frá því að engin gögn séu til hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum um að læknirinn Paolo Macchiarini hafi leitað leyfis hjá siðanefnd fyrir rannsóknum á Karólínska sjúkrahúsinu síðastliðin sex ár, hvað þá fengið slík leyfi. Á árunum 2011 og 2012 framkvæmdi Macchiarini hins vegar þrjár gervibarkaígræðslur á sjúkrahúsinu sem hann skrifaði svo um í fræðilegri ritgerð sem birtist í læknaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að sá síðarnefndi gekkst undir sögulega aðgerð.Vísir/VilhelmFyrsta barkaígræðslan sem Macchiarini framkvæmdi, og raunar sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, var á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem fluttist til Íslands árið 2009 til að afla sér menntunar í að virkja jarðhita. Hann greindist með krabbamein í barka stuttu eftir komuna til Íslands og hlaut hér læknismeðferð. Hann gekkst svo undir aðgerð hjá Macchiarini í Svíþjóð árið 2011 sem vakti heimsathygli, en þar var græddur í hann plastbarki sem búinn hafði verið til á rannsóknarstofu en innsíaður með stofnfrumum hans sjálfs. Þetta dugði þó ekki til að sigrast á veikindum Andemariam sem lést í fyrra á Karólínska sjúkrahúsinu. Af þeim þremur sjúklingum sem Macchiarini á að hafa framkvæmt aðgerð á án leyfis eru tveir nú látnir, Andemariam og bandarískur karlmaður.Kærður af samstarfsmönnum sínum New York Times greindi frá því fyrir áramót að fjórir læknar sem aðstoðað höfðu Macchiarini með aðgerðirnar höfðu kært hann til Karólínska sjúkrahúsins vegna þess að ekkert benti til þess að leyfi hefði fengist fyrir aðgerðunum hjá siðanefnd. Þeir gerðu meðal annars einnig athugasemdir við það að í greininni í The Lancet sé fullyrt að ekkert hafi komið upp á í bataferli Andemariam fimm mánuðum eftir aðgerðina. Sjá einnig: Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Hið rétta sé að áður en greinin var birt hafi þurft að koma fyrir stoðneti í plastbarkanum og Macchiarini hafi átt að vita af því. RÚV greindi frá því á sínum tíma að Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítalanum sem tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, væri ekki meðal þeirra sem kærðu Macchiarini.Heldur fram sakleysi sínu Í frétt STV kemur fram að læknar í Svíþjóð þurfa leyfi siðanefndar heilbrigðiseftirlitsins fyrir öllum nýjum rannsóknum á fólki. Þetta er líka oftast skilyrði fyrir því að niðurstöður rannsókna séu birtar í fræðilegum ritum og í greininni í The Lancet stendur að ígræðslan á Andemariam hafi verið samþykkt af siðanefndinni. Það var þó ekki gert og segir Eva Lind Sheet, formaður siðanefndarinnar, í samtali við STV að það sé mjög leitt að það hafi ekki verið óskað eftir leyfi fyrir þessum aðgerðum. Í frétt New York Times frá því í nóvember harðneitar Macchiarini því að hafa farið á bak við siðareglur og segist handviss um að rannsókn á málinu muni leiða í ljós sakleysi hans. Talsmenn Karólínska sjúkrahússins segja í skriflegu svari til STV að ekki hafi verið litið svo á að leyfi siðanefndar þyrfti fyrir þessum aðgerðum, þar sem um neyðartilfelli væri að ræða og ekki litið á þær sem rannsóknir á fólki. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 8. júlí 2011 18:47 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 7. júlí 2011 21:31 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem þá bjó á Íslandi, er til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu fyrir að hafa ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir þremur aðgerðum sínum, meðal annars þeirri sem Andemariam gekkst undir. Hann er einnig sagður hafa sagt rangt frá um það hvernig aðgerðin heppnaðist í alþjóðlegu læknariti.Lést þrátt fyrir sögulega aðgerð Fréttastofa STV í Svíþjóð sagði í dag frá því að engin gögn séu til hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum um að læknirinn Paolo Macchiarini hafi leitað leyfis hjá siðanefnd fyrir rannsóknum á Karólínska sjúkrahúsinu síðastliðin sex ár, hvað þá fengið slík leyfi. Á árunum 2011 og 2012 framkvæmdi Macchiarini hins vegar þrjár gervibarkaígræðslur á sjúkrahúsinu sem hann skrifaði svo um í fræðilegri ritgerð sem birtist í læknaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að sá síðarnefndi gekkst undir sögulega aðgerð.Vísir/VilhelmFyrsta barkaígræðslan sem Macchiarini framkvæmdi, og raunar sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, var á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem fluttist til Íslands árið 2009 til að afla sér menntunar í að virkja jarðhita. Hann greindist með krabbamein í barka stuttu eftir komuna til Íslands og hlaut hér læknismeðferð. Hann gekkst svo undir aðgerð hjá Macchiarini í Svíþjóð árið 2011 sem vakti heimsathygli, en þar var græddur í hann plastbarki sem búinn hafði verið til á rannsóknarstofu en innsíaður með stofnfrumum hans sjálfs. Þetta dugði þó ekki til að sigrast á veikindum Andemariam sem lést í fyrra á Karólínska sjúkrahúsinu. Af þeim þremur sjúklingum sem Macchiarini á að hafa framkvæmt aðgerð á án leyfis eru tveir nú látnir, Andemariam og bandarískur karlmaður.Kærður af samstarfsmönnum sínum New York Times greindi frá því fyrir áramót að fjórir læknar sem aðstoðað höfðu Macchiarini með aðgerðirnar höfðu kært hann til Karólínska sjúkrahúsins vegna þess að ekkert benti til þess að leyfi hefði fengist fyrir aðgerðunum hjá siðanefnd. Þeir gerðu meðal annars einnig athugasemdir við það að í greininni í The Lancet sé fullyrt að ekkert hafi komið upp á í bataferli Andemariam fimm mánuðum eftir aðgerðina. Sjá einnig: Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Hið rétta sé að áður en greinin var birt hafi þurft að koma fyrir stoðneti í plastbarkanum og Macchiarini hafi átt að vita af því. RÚV greindi frá því á sínum tíma að Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítalanum sem tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, væri ekki meðal þeirra sem kærðu Macchiarini.Heldur fram sakleysi sínu Í frétt STV kemur fram að læknar í Svíþjóð þurfa leyfi siðanefndar heilbrigðiseftirlitsins fyrir öllum nýjum rannsóknum á fólki. Þetta er líka oftast skilyrði fyrir því að niðurstöður rannsókna séu birtar í fræðilegum ritum og í greininni í The Lancet stendur að ígræðslan á Andemariam hafi verið samþykkt af siðanefndinni. Það var þó ekki gert og segir Eva Lind Sheet, formaður siðanefndarinnar, í samtali við STV að það sé mjög leitt að það hafi ekki verið óskað eftir leyfi fyrir þessum aðgerðum. Í frétt New York Times frá því í nóvember harðneitar Macchiarini því að hafa farið á bak við siðareglur og segist handviss um að rannsókn á málinu muni leiða í ljós sakleysi hans. Talsmenn Karólínska sjúkrahússins segja í skriflegu svari til STV að ekki hafi verið litið svo á að leyfi siðanefndar þyrfti fyrir þessum aðgerðum, þar sem um neyðartilfelli væri að ræða og ekki litið á þær sem rannsóknir á fólki.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 8. júlí 2011 18:47 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 7. júlí 2011 21:31 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 8. júlí 2011 18:47
Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00
Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 7. júlí 2011 21:31
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24