Guðmundur Þórarins: Verð fljótur að ná tökum á dönskunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 22:00 Guðmundur mun leika í rauðu næstu árin. facebook-síða nordsjælland Guðmundur Þórarinsson er ánægður með vistaskiptin frá Sarpsborg 08 í Noregi til FC Nordsjælland, en Selfyssingurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið. „Ég er ánægður að vera kominn hingað og hlakka mikið til að byrja,“ sagði Guðmundur í samtali við heimasíðu Nordsjælland. „Undanfarin tvö ár hef ég spilað með Sarpsborg í Noregi sem er mjög góður klúbbur og ég hef þroskast mikið sem leikmaður og persóna þar. Ég átti góð ár í Noregi og er reiðubúinn að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Guðmundur sem heyrði góða hluti um Nordsjælland frá Rúnari Alex Rúnarssyni, varamarkverði liðsins og félaga hans í U21-árs landsliði Íslands. „Ég þekkti Nordsjælland nokkuð vel. Vinur minn, Rúnar Alex, spilar hér og ég spjallaði við hann um félagið og hann hafði aðeins jákvæða hluti um það að segja. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér en er jafnframt meðvitaður um að ég þarf að bæta ýmislegt í leik mínum. Þess vegna ákvað ég að fara til Nordsjælland. Þetta er flott félag með góða þjálfara og hér er allt til alls til að þroskast og þróast sem leikmaður,“ sagði Guðmundur en þjálfari Nordsjælland er landi hans, Ólafur H. Kristjánsson sem tók við danska liðinu síðasta sumar. Guðmundur býst við að vera fljótur að ná tökum á dönskunni. „Ég geri ráð fyrir að vera fljótur að læra tungumálið þar sem ég kann þegar norsku og lærði dönsku í skóla. Ekki vera feiminn við að tala dönsku við mig, ég ætti að skilja hana,“ sagði Selfyssingurinn söngelski að lokum en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson er ánægður með vistaskiptin frá Sarpsborg 08 í Noregi til FC Nordsjælland, en Selfyssingurinn hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við danska liðið. „Ég er ánægður að vera kominn hingað og hlakka mikið til að byrja,“ sagði Guðmundur í samtali við heimasíðu Nordsjælland. „Undanfarin tvö ár hef ég spilað með Sarpsborg í Noregi sem er mjög góður klúbbur og ég hef þroskast mikið sem leikmaður og persóna þar. Ég átti góð ár í Noregi og er reiðubúinn að taka næsta skref á ferlinum,“ sagði Guðmundur sem heyrði góða hluti um Nordsjælland frá Rúnari Alex Rúnarssyni, varamarkverði liðsins og félaga hans í U21-árs landsliði Íslands. „Ég þekkti Nordsjælland nokkuð vel. Vinur minn, Rúnar Alex, spilar hér og ég spjallaði við hann um félagið og hann hafði aðeins jákvæða hluti um það að segja. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér en er jafnframt meðvitaður um að ég þarf að bæta ýmislegt í leik mínum. Þess vegna ákvað ég að fara til Nordsjælland. Þetta er flott félag með góða þjálfara og hér er allt til alls til að þroskast og þróast sem leikmaður,“ sagði Guðmundur en þjálfari Nordsjælland er landi hans, Ólafur H. Kristjánsson sem tók við danska liðinu síðasta sumar. Guðmundur býst við að vera fljótur að ná tökum á dönskunni. „Ég geri ráð fyrir að vera fljótur að læra tungumálið þar sem ég kann þegar norsku og lærði dönsku í skóla. Ekki vera feiminn við að tala dönsku við mig, ég ætti að skilja hana,“ sagði Selfyssingurinn söngelski að lokum en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur fest kaup á miðjumanninum Guðmundi Þórarinssyni frá Sarpsborg 08 í Noregi. 24. janúar 2015 11:26