Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2015 23:36 Össur Skarphéðinsson var hæstánægður með framgöngu okkar manna í kvöld. Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru okkar bestu menn að hans mati. Vísir/Eva Björk Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015
Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54